Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar 27. júní 2025 12:32 Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sl. 11 ár hef ég ítrekað bent Reykjavíkurborg á að grunnskólinn væri í kaldakoli. Að skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart börnum væri svo gott sem algert með sífellt fleiri nemendur sem ekki eru með grunnfærni í lesskilningi eða um 40 prósent nemenda í dag eftir tíu ára skyldunám. Möguleikar þessara barna til lífsgæða eru verulega skertir, það er algerlega óásættanlegt. Núna þegar búið er að verðleggja þessa stöðu af OECD og kannski hreyfir það við fólki. 5% framleiðni lækkun til lengir tíma kostar samfélagi gróft reiknað 200.000.000.000kr, tvöhundruðþúsund milljónir árlega. Því miður hefur meira og minna allt ræst sem ég hef spáð sl. áratug þrátt fyrir að ég hafi verið sakaður ítrekað að tala niður skólakerfið, að ég væri á villigötum og að fjöldi fræðimanna, sérfræðinga og embættismanna væri ekki sammála mér. Þetta þarf ekki að vera svona. Ef yfirvöld hefðu litið niður úr fílabeinsturni sínum og skoðað skóla sem eru þannig að ef allir skóla væru sem þeir væri framleiðni aukning upp á 5 prósent árlega með tilheyrandi verðmætasköpun og innan við 10 prósent nemenda án grunnfærni í lesskilningi. Þessi saga námsárangurs í grunnskólanum er dæmi um það þegar fræðimenn, sérfræðingar og embættismenn hafa samofið sjálfsmynd sína stefnu og leiðum í menntamálum og eru það flæktir í eigin net að þeir geta með engu móti losað sig úr því á kostnað grunnskólabarna. Menntayfirvöld í sinni sjálfsmyndarpólítík vita ekki hvers vegna staðan er svona og eðli málsins samkvæmt hafa ekki hugmynd um leiðina í rétta átt. Staðan er gegnsýrð af Dunning-Kruger áhrifunum þar sem vitneskjan um eigin veikleika er svo gott sem engin. Hefur einhver þeirra sem hafa haft völd til að ákvarða og ákveða stefnu og leiðir í menntamálum gefið sig fram og axlað ábyrgð á þessari hörmungar stöðu? Svarið er NEI. Það eru svo sannarlega til leiðir út úr vandanum en þá þurfa töluvert margar silkihúfur og smákóngar að endurvinna sjálfsmynd sína ellegar halda á brott. Það er merki um sjálfstraust að viðurkenna að það sem þú hefur staðið fyrir árum saman hafi verið rangt en það er það eina rétta í stöðunni. Gerum þetta saman nemenda og ríkissjóðs vegna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar