Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar 27. júní 2025 11:32 Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun