Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 18:31 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Fasteignamarkaður Samfylkingin Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun