Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2025 12:01 Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna '78 segir aldrei hafa verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu en myndin til hægri er tekin í göngunni í fyrra. Vísir Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“ Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Það var í mars á þessu ári sem ungverska þingið samþykkti viðauka ríkisstjórnar Viktors Orban við stjórnarskrá landsins þar sem samkomur hinsegin fólks í landinu voru bannaðar, undir þeim formerkjum að þær brytu gegn lögum um barnavernd. Á ári hverju í júnímánuði fer fram gleðigangan Búdapest Pride og hyggjast skipuleggjendur halda göngunni til streitu næstu helgi þrátt fyrir bannið en viðurlög við þátttöku eru fjársektir. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 kemur fram að fimm einstaklingar á vegum samtakanna muni halda utan til Ungverjalands. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður segir mikilvægt að sýna alþjóðlega samstöðu. „Okkur fannst eiginlega ekkert annað koma til greina þegar það barst ákall frá Búdaapest Pride til alþjóðasamfélagsins þar sem þau óskuðu eftir stuðning og í ljósi þess að við erum í þannig stöðu að við getum farið þá fannst okkur mikilvægt að gera það og Ísland hefur lengi verið fremst í flokki hvað varðar réttindi hinsegin fólks og þannig höfum við ákveðna ábyrgð líka þegar kemur að alþjóðasamfélaginu.“ Þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að gangan sé ólögleg hefur Gergely Karáczony borgarstjóri Búdapest lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst hann taka þátt. „Hvernig svo þetta raunverulega fer er enn óljóst samkvæmt skipuleggjendum Búdapest Pride. Lögreglan hefur enn í hyggju að vera með dróna og tækni til þess að greina fólk, þannig við vitum í raun enn ekki hver lokaniðurstaðan verður en þetta klárlega gengur gegn alþjóðalögum.“ Staða hinsegin fólks í Ungverjalandi sé erfið og mikilvægt að sýna því samstöðu. „Sýnum að okkur er ekki sama, það er verið að fylgjast með um helgina, þá mun heimurinn fylgjast með því sem er að gerast í Búdapest og þar munum við vera með merki samtakanna, Hinsegin daga og að sjálfsögðu íslenska þjóðfánann.“
Ungverjaland Hinsegin Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira