Ábyrgð og ábyrgðarleysi Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:30 Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir. Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega. Við verðum að segja það skýrt: Þetta er ekki bara rangt, þetta er popúlismi í sinni tærustu mynd. Að grípa til þess að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga, í stað þess að svara þeim. Forsætisráðherra hefur ekki getað bent á eitt atriði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa farið rangt með í umræðum um veiðigjöld heldur hefur hún ákveðið að grípa til gífuryrða. Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs. En staðreyndirnar liggja fyrir: –Tvær ríkisstofnanir hafa bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar. –Útreikningar sýna að veiðigjöldin gætu numið yfir 70% af hagnaði fyrirtækja – og 80% í heildarálagi með öðrum sköttum. –Sveitarfélög hafa sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Þetta er ekki „falsfréttastíll“. Þetta eru staðreyndir. Og þessi staðreynd stendur einnig: Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur. Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að tala – ekki til þess að tefja, heldur til þess að vernda. Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir. Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega. Við verðum að segja það skýrt: Þetta er ekki bara rangt, þetta er popúlismi í sinni tærustu mynd. Að grípa til þess að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga, í stað þess að svara þeim. Forsætisráðherra hefur ekki getað bent á eitt atriði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa farið rangt með í umræðum um veiðigjöld heldur hefur hún ákveðið að grípa til gífuryrða. Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs. En staðreyndirnar liggja fyrir: –Tvær ríkisstofnanir hafa bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar. –Útreikningar sýna að veiðigjöldin gætu numið yfir 70% af hagnaði fyrirtækja – og 80% í heildarálagi með öðrum sköttum. –Sveitarfélög hafa sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Þetta er ekki „falsfréttastíll“. Þetta eru staðreyndir. Og þessi staðreynd stendur einnig: Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur. Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að tala – ekki til þess að tefja, heldur til þess að vernda. Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun