Tölvupóstar fjórðu iðnbyltingarinnar Sigurjón Njarðarson skrifar 23. júní 2025 10:00 Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni. Kannski erum við komin á síðustu metra iðnbyltingarinnar, eða erum stödd í henni miðri. En heilt yfir er þetta sama ferlið. Þetta er ekki bara einhver skilgreiningar leikfimi. Það hjálpar að hafa í huga að við höfum gert þetta allt áður. Það er líka gott að hafa þetta í huga þegar einhver tala á þeim nótum að við stöndum „á fordæmalausum tímum“. Sérstaklega ef þau ætla að telja okkur trú um eitthvað, eða jafnvel selja okkur hluti. Óttinn við að „tækin vinni öll störfin“ er meir en 200 ára gamall. Óttinn um að brátt verði til sægur iðjuleysingja sem hengslist um í tilgangsleysi hefur verið með okkur lengi. Staðreyndin er samt sú að því meiri sem sjálfvirknivæðingin hefur verið, því fleiri störf hafa orðið til. Mannkyni hefur fjölgað gríðarlega á örstuttum tíma og störfum á jörðinni hefur fjölgað í svipuðu hlutfalli. Þetta kann aðvirka skrítið og órökrétt, en er nú samt þannig. Öll bréfin Einu sinni var heilmikið vesen að senda bréf. Ef þetta var opinbert bréf, þurfti bréfritari að vélrita það, eða fá einhvern til þess. Ef það var villa í bréfinu, þurfti stundum að gera þetta allt aftur. Svo tók einhverja daga, vikur eða mánuði að senda það. Þá fyrst gat móttakandi lesið bréfið og svo svarað með sama hætti. Í samanburði við nútímann voru afskapleg fá bréf skrifuð. Í dag hins vegar er mjög auðvelt að senda bréf. Ef mér dettur í hug að senda bréf, þá bara sest ég niður, skrifa það, leiðrétti ef þarf og sendi. Ef ég tel bréfið eiga erindi við fleiri, þá bara bæti ég þeim við. Allir viðtakendur fá svo bréfið, lesa það og bregðast við (eða ekki). Þetta get ég svo endurtekið oft yfir daginn. Jafnvel sent tíu bréf með 150 viðtakendum. Þeir eru svo jafn líklegir til að gera það nákvæmlega sama. Það gera 100 bréf með 1500 viðtakendum. Við héldum að lífið yrði einfaldara með tölvupósti og það myndi þýða að við hefðum meiri tíma í allskonar annað í vinnunni en að skrifa bréf og bíða eftir svari. Þess í stað margfaldaðist bréfamagnið og það þarf sífellt fleira fólk til að skrifa og lesa bréf. Hvað svo? Núna er að verða enn auðveldara að skrifa bréf. Með gervigreind er hægt að láta forrit skrifa bréfið fyrir sig. Eina sem maður þarf að gera er stutt yfirferð og snurfus, senda aftur á gervigreindina til að fara yfir villur og einfalda. Fljótlega mun hún senda bréfin fyrir okkur líka. Þá mun sama forrit, eða annað, taka við bréfinu gera samantekt og koma skilaboðunum áleiðis. Ef marka má fyrri reynslu, mun fjöldi bréfa aftur margfaldast og fjöldi viðtakenda sömuleiðis. Svo þarf að vinna úr þessum massa af upplýsingum. Við munum líklega ekki fá tíma til að gera eitthvað annað. Það verða bara enn fleiri bréf, og líklega enn fleira fólk til að vinna úr þeim. Já. Það munu verða breytingar. Það munu störf hverfa. Þekking sem núna er bráðnauðsynleg, verður lítils virði. En það munu líklega verða enn fleiri handtök sem þarf að vinna. Dæmi fortíðar um þetta eru óteljandi. Þar nægir að nefna þann aragrúa fólks sem einu sinni vann við akstur, rekstur og viðhald hestvagna. Áður vann fjöldi fólks við að halda vitum landsins lýsandi og að þjónusta vita. Þessi störf eru flest horfinn en önnur og miklu fleiri eru komin í staðinn. Dæmið um tölvupóstana er vissulega úr reynsluheimi þess sem hér skrifar. En þetta mun eiga við um flest önnur svið. Ef við verðum helmingi fljótari að smíða hús, mun það bara þýða að við smíðum helmingi fleiri hús. Ef það vantar ekki fleiri hús, smíðum við bara eitthvað annað. Þörf okkar á að hafa eitthvað að verki er óseðjandi. Það væri óskandi að okkur bæri gæfa til þess að ein af þessum sjálfvirknivæðingum sem við munum fara í gegnum fljótlega, verði til þess að við raunverulega fáum tækifæri til að gera aðra hluti, þegar svo háttar til. Kannski í staðinn fyrir að skrifa fleiri bréf, verði aukinn tækifæri til að þróast í störfum okkar, eða jafnvel sinna meira sjálfboðaliðastarfi samfélaginu til heilla. Auknar tækniframfarir munu ekki sjálfkrafa leiða til þess. Til þess að svo megi verða, verður að taka ákvörðun um það. Því í sannleika sagt, þá eru til skemmtilegri hlutir en að skrifa og lesa bréf. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Sigurjón Njarðarson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni. Kannski erum við komin á síðustu metra iðnbyltingarinnar, eða erum stödd í henni miðri. En heilt yfir er þetta sama ferlið. Þetta er ekki bara einhver skilgreiningar leikfimi. Það hjálpar að hafa í huga að við höfum gert þetta allt áður. Það er líka gott að hafa þetta í huga þegar einhver tala á þeim nótum að við stöndum „á fordæmalausum tímum“. Sérstaklega ef þau ætla að telja okkur trú um eitthvað, eða jafnvel selja okkur hluti. Óttinn við að „tækin vinni öll störfin“ er meir en 200 ára gamall. Óttinn um að brátt verði til sægur iðjuleysingja sem hengslist um í tilgangsleysi hefur verið með okkur lengi. Staðreyndin er samt sú að því meiri sem sjálfvirknivæðingin hefur verið, því fleiri störf hafa orðið til. Mannkyni hefur fjölgað gríðarlega á örstuttum tíma og störfum á jörðinni hefur fjölgað í svipuðu hlutfalli. Þetta kann aðvirka skrítið og órökrétt, en er nú samt þannig. Öll bréfin Einu sinni var heilmikið vesen að senda bréf. Ef þetta var opinbert bréf, þurfti bréfritari að vélrita það, eða fá einhvern til þess. Ef það var villa í bréfinu, þurfti stundum að gera þetta allt aftur. Svo tók einhverja daga, vikur eða mánuði að senda það. Þá fyrst gat móttakandi lesið bréfið og svo svarað með sama hætti. Í samanburði við nútímann voru afskapleg fá bréf skrifuð. Í dag hins vegar er mjög auðvelt að senda bréf. Ef mér dettur í hug að senda bréf, þá bara sest ég niður, skrifa það, leiðrétti ef þarf og sendi. Ef ég tel bréfið eiga erindi við fleiri, þá bara bæti ég þeim við. Allir viðtakendur fá svo bréfið, lesa það og bregðast við (eða ekki). Þetta get ég svo endurtekið oft yfir daginn. Jafnvel sent tíu bréf með 150 viðtakendum. Þeir eru svo jafn líklegir til að gera það nákvæmlega sama. Það gera 100 bréf með 1500 viðtakendum. Við héldum að lífið yrði einfaldara með tölvupósti og það myndi þýða að við hefðum meiri tíma í allskonar annað í vinnunni en að skrifa bréf og bíða eftir svari. Þess í stað margfaldaðist bréfamagnið og það þarf sífellt fleira fólk til að skrifa og lesa bréf. Hvað svo? Núna er að verða enn auðveldara að skrifa bréf. Með gervigreind er hægt að láta forrit skrifa bréfið fyrir sig. Eina sem maður þarf að gera er stutt yfirferð og snurfus, senda aftur á gervigreindina til að fara yfir villur og einfalda. Fljótlega mun hún senda bréfin fyrir okkur líka. Þá mun sama forrit, eða annað, taka við bréfinu gera samantekt og koma skilaboðunum áleiðis. Ef marka má fyrri reynslu, mun fjöldi bréfa aftur margfaldast og fjöldi viðtakenda sömuleiðis. Svo þarf að vinna úr þessum massa af upplýsingum. Við munum líklega ekki fá tíma til að gera eitthvað annað. Það verða bara enn fleiri bréf, og líklega enn fleira fólk til að vinna úr þeim. Já. Það munu verða breytingar. Það munu störf hverfa. Þekking sem núna er bráðnauðsynleg, verður lítils virði. En það munu líklega verða enn fleiri handtök sem þarf að vinna. Dæmi fortíðar um þetta eru óteljandi. Þar nægir að nefna þann aragrúa fólks sem einu sinni vann við akstur, rekstur og viðhald hestvagna. Áður vann fjöldi fólks við að halda vitum landsins lýsandi og að þjónusta vita. Þessi störf eru flest horfinn en önnur og miklu fleiri eru komin í staðinn. Dæmið um tölvupóstana er vissulega úr reynsluheimi þess sem hér skrifar. En þetta mun eiga við um flest önnur svið. Ef við verðum helmingi fljótari að smíða hús, mun það bara þýða að við smíðum helmingi fleiri hús. Ef það vantar ekki fleiri hús, smíðum við bara eitthvað annað. Þörf okkar á að hafa eitthvað að verki er óseðjandi. Það væri óskandi að okkur bæri gæfa til þess að ein af þessum sjálfvirknivæðingum sem við munum fara í gegnum fljótlega, verði til þess að við raunverulega fáum tækifæri til að gera aðra hluti, þegar svo háttar til. Kannski í staðinn fyrir að skrifa fleiri bréf, verði aukinn tækifæri til að þróast í störfum okkar, eða jafnvel sinna meira sjálfboðaliðastarfi samfélaginu til heilla. Auknar tækniframfarir munu ekki sjálfkrafa leiða til þess. Til þess að svo megi verða, verður að taka ákvörðun um það. Því í sannleika sagt, þá eru til skemmtilegri hlutir en að skrifa og lesa bréf. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun