Samningur í höfn: „Búið að skemma ansi mikið fyrir okkur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 12:10 Á ýmsu hefur gengið í viðræðum Aþenu og Reykjavíkurborgar undanfarnar vikur. Vísir/Anton Brink Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær samning milli borgarinnar og íþróttafélagsins Aþenu, um styrk vegna íþróttastarfs. Samningurinn var samþykktur einróma. Þjálfari Aþenu segist sáttur að samningur sé í höfn en bras undanfarna mánaða hafi sett starfið í algjört uppnám. Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“ Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Frá samningnum er greint í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að með nýja samningnum taki Reykjavíkurborg yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Aþena og Reykjavíkurborg hafa undanfarnar vikur staðið í stappi vegna eftir að rekstrarsamningur félagsins við borgina rann út síðustu mánaðamót. Viðræður gengu illa og meðal annars efndi félagið til mótmæla vegna málsins. „Samningurinn undirstrikar sömuleiðis þá áherslu Reykjavíkurborgar að öll íþróttafélög í borginni fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur áður gagnrýnt ummæli frá borginni þar sem gefið er í skyn að upp á slíkt vanti hjá félaginu. Fréttastofa náði tali af Brynjari eftir að greint var frá samningnum. „Við erum sátt að það sé komið samningur en það er búið að skemma ansi mikið fyrir í þessu starfi, sem er ömurlegt,“ segir Brynjar. Hann segir viðræðurnar, sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur, hafa verið svo tímafrekar og valdið svo mikilli óvissu að allar áætlanir um starf félagsins hafi setið á hakanum. „Við er búin að missa þjálfara sem gátu ekki beðið eftir þessu starfsöryggisins vegna. Við misstum líka leikmenn, sem er slæmt af því að í vetur voru stelpur í meistaraflokki sem tóku stórt hlutverk í að þjálfa og virkja krakkana í hverfinu.“ Lið Aþenu spilar áfram í vetur. Vísir/Anton Brink Félagið hafi einnig haft fyrirætlanir um að stofna akademíu og halda námskeið í sumar. „Við vorum búin að undirbúa helling en nú var allt saman slegið út af borðinu. Svo ætluðum við að vera með ókeypis körfuboltaskóla í hverfinu, en það gekk ekki því við erum bara búin að vera að standa í þessu rugli.“ Þá minnist hann á hóp baráttuhertra sjálfboðaliða sem hafa þurft að starfa fyrir félagið í óvissu síðustu vikna. Í leið hafi hann sem fyrr þurft að styrkja félagið með eigin fjárframlögum. „Þetta er ógeðslega illa farið með tíma og peninga.“
Körfubolti Aþena Íþróttir barna Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11 Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01 Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. 31. maí 2025 16:11
Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. 2. júní 2025 23:01
Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. 3. júní 2025 14:10