Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 19. júní 2025 19:48 Bifhjólafólk fjölmennti á samstöðufund í Kópavogi fyrr í kvöld. Vísir Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum. Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Nýjustu breytingar efnahags- og viðskiptanefndar á frumvarpinu eru þær að mótorhjólaeigendur greiða sama kílómetragjald og eigendur bíla undir 3,5 tonnum. Formönnum bæði Rafbílasambands Íslands og Sniglanna, sem sendu inn umsögn, finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Þorgerður Guðmundsdóttir formaður Sniglanna var meðal þátttakenda á mótmælunum í kvöld. Hún segir að ekki hafi verið hlustað umsagnir samtakanna þegar breytingarnar voru gerðar. Félagið hafi sent inn umsögn í samráðsgátt vegna frumvarpsins en þeim enginn gaumur gefinn. Njáll Gunnlaugsson, varamaður í stjórn Sniglanna, tekur í sama streng. „Við skulum átta okkur á því að ein ferð á bíl jafngildir tuttugu þúsund ferðum á mótorhjóli, sama slit. Það sem við lögðum til, 1,7 króna, er samt eins og þrjú þúsund ferðir. Þannig að við erum til í að borga margfalt á við aðra en okkur finnst ekki vera hlustað á þessi rök og við skiljum það ekki. “ Fjármálaráðherra rökstuddi breytingarnar þannig að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. Njáll gefur sem fyrr lítið fyrir þessi rök. „Okkur finnst þetta bara mjög skrítin umræða þegar við erum að reyna að koma með skynsamleg rök í þessu máli,“ segir Njáll og bætir við að samtökin muni halda áfram að mótmæla breytingunum.
Kílómetragjald Bifhjól Skattar og tollar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira