Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 16:15 GBU-57 sprengjan er 13,6 tonn að þyngd en B-2 Spirit sprengjuþoturnar eru þeir einu sem hafa verið notaðar til að varpa þeim. AP/Flugher Bandaríkjanna Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019. Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Þessari sprengju, eða nokkrar slíkar, vilja Ísraelar fá Bandaríkjamenn til að varpa á kjarnorkurannsóknarstöðina í Fordo í Íran, sem grafin er djúpt inn í fjall. Sprengjan heitir formlega GBU-57. Hún er þó einnig kölluð „bunker buster“ og „MOP“ eða „Massvie Ordnance Penetrator“. Hún er um 13,6 tonn að þyngd og eru tiltölulega fáar herflugvélar sem hægt væri að nota til að varpa henni. Líklegast er að Bandaríkjamenn myndu nota B-2 Spirit herþotur til verksins, taki Trump þá ákvörðun að koma Ísraelum til aðstoðar. Þessar þotur hafa lengi verið kallaðar skæðustu sprengjuþotur heims og er gífurlega erfitt að sjá þær á ratsjám. Þær eru einnig mjög dýrar og þess vegna eiga Bandaríkjamenn fáar slíkar í dag. Eingöngu 21 B-2 sprengjuflugvél hefur verið smíðuð en nítján eru enn í notkun. AP fréttaveitan segir að B-2 geti tekið á loft með tvær sprengjur um borð en það eru rúm 27 tonn. Undir áttatíu metrum af steypu og grjóti Kjarnorkurannsóknarstöðin Fordo er sú næst stærsta í Íran þar sem úran er auðgað. Sú stærsta er Natanz en Ísraelar hafa þegar gert umfangsmiklar árásir á hana og telja sig hafa valdið það miklum skemmdum að erfitt sé fyrir Írana að auðga þar úran. Fordo er grafið inn í fjall nærri borginni Qom í Íran. Hún er talin grafin um áttatíu metra undir steypu og grjóti. GBU-57 sprengjurnar eru hannaðar til að nýta þyngd þeirra og hraðann sem þær falla á til að grafa sig djúpt í gegnum jarðveg og jafnvel herta steypu, á sextíu metra dýpi eða lengra. Hægt er að varpa fleiri sprengjum á sama stað, sem færu þá dýpra ofan í jörðina en sú fyrsta. Washington Post segir að ekki liggi fyrir að sprengjunni hafi nokkurn tímann verið varpað í orrustu. Hér að neðan má sjá myndband af tilraunasprengingu frá árinu 2019.
Bandaríkin Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50 Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38 Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. 18. júní 2025 11:50
Árásum á Teheran fjölgar og enn einn hershöfðinginn felldur Árásir Ísraela á Íran hafa haldið áfram í nótt og aukist að umfangi ef eitthvað er. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. 18. júní 2025 06:38
Trump segir fólki að yfirgefa Tehran hið snarasta Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda. 16. júní 2025 22:57
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“