Gefa landsliðskonum peninga til að koma fjölskyldunni á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 17:16 Alex Greenwood og Georgia Stanway vilja fá sem flesta stuðningsmenn til Sviss og greiða jafnvel úr eigin vasa til að hjálpa sínum nánustu að mæta á mótið. Getty/Alex Caparros Það er býsna kostnaðarsamt fyrir stuðningsmenn Englands, Íslands og annarra liða að fylgja sínu liði á EM kvenna í fótbolta í ár, þar sem mótið fer fram í sennilega dýrasta landi heims, Sviss. Enska knattspyrnusambandið hefur brugðist við til að styðja við fjölskyldur sinna leikmanna. Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjá meira
Samkvæmt Numbeo eru fimm af sex dýrustu borgum heims í dag staðsettar í Sviss, þar sem EM fer fram, og þar af þrjár þær dýrustu. New York er í fjórða sætinu. Til samanburðar þá er Reykjavík í níunda sæti listans. Laun fremstu knattspyrnukvenna Evrópu eru ekkert í líkingu við laun fremstu knattspyrnukarlanna og því alls ekki þannig að hver einasti leikmaður á EM eigi auðvelt með að borga flug, hótel og uppihald fyrir sína fjölskyldu, fyrst að mótið fer fram í Sviss. Þær leggja þó margar hverjar eitthvað til fyrir sitt besta stuðningsfólk, að sögn Georgiu Stanway miðjumanns enska landsliðsins. Samkvæmt BBC hefur enska knattspyrnusambandið einnig brugðist við þessu með því að láta hvern einasta leikmann, af þeim 23 leikmönnum sem Sarina Wiegman valdi í EM-hóp Englands, fá ákveðna upphæð sem ætluð er í ferðakostnað fyrir nánustu fjölskyldur þeirra. Segir margar greiða úr eigin vasa Hver leikmaður fær sömu upphæð. Sú upphæð er ekki gefin upp en mun vera á pari við það sem leikmenn fengu fyrir sínar fjölskyldur á HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og á pari við það sem leikmenn enska karlalandsliðins fá. Þá fær hver leikmaður lítinn fjölda miða til að gefa sínum nánustu. „Ég geri mér grein fyrir því að Sviss er mjög dýrt land, jafnvel bara hvað varðar flug og hótel. Kostnaðurinn við að búa þar er jafnframt gríðarlega hár svo við vitum hvað verið er að leggja mikið á stuðningsmenn,“ sagði Stanway við BBC. „Þetta er líka erfitt fyrir okkur því við viljum hjálpa og styðja eins mikið og við getum, jafnvel okkar eigin fjölskyldu. Margar okkar hafa greitt úr eigin vasa til að tryggja að fjölskyldurnar geti verið þarna. Við viljum gjarnan sjá eins marga stuðningsmenn og mögulegt er, og viljum þakka þeim fyrir fram því við vitum að þetta er ekki ódýrt,“ sagði Stanway.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjá meira