Einar horfir til hægri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:19 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. vísir/vilhelm Borgarstjórnarflokkur Framsóknar myndi þurrkast út ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýrri könnun Gallup. Oddviti flokksins segist ósáttur við niðurstöðuna og telur uppi skýrt ákall um nýjan meirihluta til hægri. Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Framsókn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýrri könnun Gallup sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og myndi samkvæmt því missa alla sína fjóra fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur. Fallið er hátt þar sem flokkurinn uppskar sögulegt nítján prósenta fylgi í síðustu kosningum. „Við erum auðvitað ósátt við þessa könnun enda teljum við að Framsókn hafi sýnt borgarbúum að við tókum í taumana á þessu kjörtímabili,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Innan við ár er í næstu sveitastjórnarkosningar og Einar segir flokkinn ætla að nýta tímann vel og veita meirihlutanum öflugt aðhald. Hann íhugi sína stöðu ekkert sérstaklega vegna þessa. „Nei, þetta er ein könnun. Auðvitað er hún ekki góð en við erum kosin til að láta gott af okkur leiða og höldum því ótrauð áfram.“ Ákall eftir því að skipta „rækilega um meirihluta“ Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi flokka í Reykjavík, eða þrjátíu og eitt prósent og myndi fara úr sex borgarfulltrúum í átta. Þá myndi Miðflokkurinn fá einn borgarfulltrúa kjörinn en flokkurinn er ekki með neinn í dag. „Ég held að það sé ákall eftir því að skipta rækilega um meirihluta og það var nú það sem við reyndum að gera á þessu kjörtímabili með því að ganga frá því samstarfi sem við vorum í og mynda meirihluta með Viðreisn, Sjálfstæðisflokki og Flokki Fólksins. Ef það hefði gengið, og Flokkur fólksins hefði staðið við það sem hann sagði, hefði það verið mjög til bóta fyrir Reykvíkinga. En það gekk ekki eftir og Flokkur fólksins ákvað að fara í þennan róttæka vinstri meirihluta. Vonandi vinnur sá meirihluti ekki mikið tjón á rekstri borgarinnar og þjónustu og það verður hægt að skipta honum út eftir næstu kosningar en þá þarf Framsókn svo sannarlega að vaxa.“ Einar Þorsteinsson lýsir meirihlutanum sem tók við í borginni í ársbyrjum sem róttækum vinstri meirihluta.Vísir/Vilhelm Samfylkingin mælist nú með 26 prósenta fylgi og myndi samkvæmt því bæta við sig tveimur fulltrúum og fá sjö kjörna. Viðreisn færi úr einum í tvo en staða Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri Grænna héldist óbreytt. Píratar tapa tveimur og fara úr þremur fulltrúum í einn. „Ég hef reynt samstarf með þessum flokkum og sumu tókst að breyta en ég held að það verði erfitt fyrir Framsókn að mynda meirihluta með þeim aftur á meðan stefnan er svona einstrenginsleg og einkennist af tilraunamennsku eins og Brákarborgarævintýrið ber með sér. Við verðum einfaldlega að fá ferska vinda inn í borgina,“ segir Einar. Staða formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar hefur verið til umræðu í kjölfar skoðanakannana undanfarið.Vísir/Vilhelm Framsókn hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarið. Fylgið á landsvísu hefur hríðfallið og mældist 5,5 prósent í síðasta þjóðarpúlsi Gallup. Einar segir mögulegt að sú staða endurspeglist í fylginu í borginni. Kallar þetta á nýja forystu í flokknum? „Það er alveg rétt að flokkurinn stendur ekki vel á landsvísu og um það hefur verið mikil umræða innan flokksins. Á næsta ári er flokksþing og það er náttúrulega flokksins að ákveða hver er í forsvari fyrir flokkinn og hvernig við beitum okkur sem öflugt stjórnmálaafl. Ég treysti bara flokknum til þess að meta það.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?