Trump fundar með þjóðaröryggisráði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2025 19:52 Hermaður vaktar fundarherbergið. AP Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“