Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 16:47 Lewis Hamilton þótti afar leiðinlegt að hafa keyrt yfir múrmeldýr í gær. Samsett/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton kveðst vera mikill dýravinur og er í öngum sínum eftir að hafa óvart keyrt yfir og drepið múrmeldýr í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada um helgina. Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Hamilton var búinn að aka tólf hringi í kappakstrinum í Montreal í gær þegar hann keyrði yfir múrmeldýrið, sem er stórt nagdýr af íkornaætt og kallast „groundhog“ á ensku. Hamilton endaði í 6. sæti en Ferrari-liðið áætlar að hann hafi tapað um hálfri sekúndu á hring vegna skemmda á bílnum við það að keyra yfir dýrið. BBC segir að Hamilton sé bæði vegan og þekktur dýravinur, og hafi því haft minni áhyggjur af úrslitum keppninnar en „skelfilegum“ dauðdaga dýrsins. „Það hafði gengið nokkuð vel fram að þessu en svo, ég sá það ekki gerast, en augljóslega heyrði ég að ég hafði keyrt á múrmeldýr. Svo það var algjörlega niðurdrepandi. Ég elska dýr og ég er svo sorgmæddur yfir þessu. Þetta var skelfilegt. Ég hef aldrei upplifað svona áður,“ sagði Hamilton og bætti við: „Það er aldrei gaman að sjá svona lagað gerast. Ég vona bara að dýrið hafi ekki þurft að þjást.“ Það var George Russell á Mercedes sem hafði sigur og vann sína fyrstu keppni á tímabilinu en ríkjandi meistarinn Max Verstappen varð í 2. sæti. Liðsfélagi Russells hjá Mercedes, Kimi Antonelli, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall og varð í 3. sæti. Oscar Piastri varð í 4. sæti og er stigahæstur með 198 stig. Lando Norris klessti utan í Piastri, liðsfélaga sinn hjá McLaren, og varð að hætta en er í 2. sæti stigakeppninnar með 176 stig. Verstappen er með 155, Russell 135 og Charles Leclerc er í 5. sæti með 104 stig. Hamilton er svo í sjötta sætinu með 79 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira