Sunnudagsblús ríkisstjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 15. júní 2025 19:03 Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess. Í dag boðaði forseti Alþingis til sunnudagsfundar, í þriðja skiptið í sögunni – án þess að brýn nauðsyn hafi staðið til, án samráðs við þingflokka og til þess eins að ræða bókun 35. Þessar fordæmalausu vendingar sýna glöggt stjórnleysi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Þetta sýnir ekki ábyrgð í verki heldur flótta frá vönduðum vinnubrögðum. Þetta er ekki smávægilegt frávik frá reglum, hefðum og venjum – hér er þingsköpum og lýðræðislegu ferli fótum troðið. Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, ekki stjórnarandstaðan. Það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á framgangi mála og þeirri ringulreið sem nú ríkir við þinglok. Það er forseta að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin – með samtali, ekki einhliða ákvörðunum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kveinka sér ekki yfir helgarvinnu, þvert á móti. Þingmenn flokksins vinna sem næst allar helgar og sinna skyldum sínum af heilum hug. Okkur þingmönnum flokksins þykir hins vegar of langt gengið þegar þess er krafist að setið sé undir vanhæfni annarra – á fundi sem þjónar ekki þjóðarhagsmunum heldur aðeins eiginhagsmunum ríkisstjórnar sem hefur misst tökin á eigin erindi og er komin í algjört öngstræti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, enda eru ófá málin sem lögð hafa verið fram of seint og illa undirbúin, án samráðs eða áhrifamats. Til þess að bregðast við þeirri sjálfbökuðu stöðu hefur ríkisstjórnin gripið til sýndarráðstafana eins og þessarar, að boða þing á sunnudegi, í þeirri von að umræðan snúist um eitthvað allt annað en kjarna máls; sín eigin slælegu vinnubrögð. Boðun sunnudagsfundar, án raunverulegrar nauðsynjar og í trássi við hefðir og þingsköp er ekkert annað en birtingarmynd þess hvernig ríkisstjórn sem hefur misst tökin og grípur til þeirra örþrifaráða að sýna vald sitt í verki með því að kasta virðingu Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum á glæ. Það látum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki viðgangast óátalið. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar