Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:58 Max Verstappen er á barmi keppnisbanns. Clive Rose/Getty Images Max Verstappen verður að vara sig, en ætlar ekki að gera það, í næstu tveimur keppnum Formúlu 1. Hann á yfir höfði sér bann ef hann fær refsistig, en er orðinn verulega pirraður á „barnalegum“ spurningum blaðamanna um bannið. Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Samkvæmt reglum Formúlu 1 mega ökumenn fá tólf refsistig á tólf mánaða tímabili, Verstappen er með ellefu eftir að hafa fengið þrjú fyrir að klessa á Mercedes bíl George Russell í síðasta kappakstri, viljandi að mati Russell. Tvö refsistig fyrnast um mánaðamótin, en fyrir það fara tvær keppnir fram. Verstappen verður því að vara sig í Kanada í dag og í Austurríki um þarnæstu helgi, annars verður hann í banni í Austurríki eða í þarnæsta kappakstri sem fer fram í Bretlandi. „Ég ætla bara að keyra eins og ég geri alltaf“ sagði Verstappen, sem er þekktur fyrir frekar áhættusaman akstur, á blaðamannafundi á fimmtudag. Hann var svo spurður aftur út í yfirvofandi bannið á blaðamannafundi eftir tímatökuna í gær. Max about the constant questions regarding his penalty points.. "I don't need to hear it again. It pisses me off. You're speaking about it on Thursday.. such a waste of time, childish. Really annoying."pic.twitter.com/rjq0hNhwrR— Verstappen News (@verstappenews) June 14, 2025 „Ég þarf ekki að heyra þetta aftur, þið spurðuð mig á fimmtudaginn. Þetta er svo mikil tímasóun, bara barnalegt... Virkilega pirrandi“ sagði Verstappen sem fer annar af stað síðar í dag. „Við erum vinir svo það er allt í góðu [eftir áreksturinn á Spáni]. Ég er með örlítið fleiri stig á skírteininu mínu til að leika mér með svo við sjáum til hvernig fer,“ sagði George Russell, sem verður á ráspól, um Max Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira