Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 11:55 Bergþór Ólason mætti á fund atvinnuveganefndar eftir allt saman. vísir/vilhelm Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“ Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fullmannað var á fundi atvinnuveganefndar í morgun þrátt fyrir að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, hafi hótað því að minnihlutinn myndi sniðganga fundinn. Hann sakaði ríkisstjórnina jafnframt um ráðherraræði í gærkvöldi. Frumvarp um veiðigjald var afgreitt úr nefndinni en það var eina málið á dagskrá. Önnur umræða frumvarpsins hefjist á allra næstu dögum. Menn mættu í vinnuna og breytingar gerðar á frumvarpi Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa gengið óvenju vel. Hvernig blasa orð Jóns frá því í gær um að minnihlutinn ætlaði ekki að mæta við þér? Ég held að það hafi bara verið eitthvað upphlaup til að skapa einhverja umræðu en síðan held ég að menn hafi bara séð að sér. Þetta eru nú ekki góð skilaboð út í samfélagið. Að ef menn fá ekki að ráða öllu eins og áður þá ætli menn bara ekkert að mæta í vinnuna. Ekki var tekið tillit til breytingatillagna minnihlutans en Sigurjón segir þó nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu við meðferð í nefnd. „Þeir settu fram bókun á fundinum sem var nokkuð harðorð en við erum bara ánægðir með þá vinnu sem fram fór. Það var komið til móts við í enn frekara mæli við smærri útgerðir til að þetta frumvarp verði ekki tilefni til samþjöppunar. Síðan var komið til móts við gjald vegna makríls,“ sagði Sigurjón og mun því veiðigjald af makríl hækka minn en var lagt upp með. Jafnframt var afsláttur fyrir þorsk og ýsu af fyrstu veiddu tonnum aukinn fyrir útgerðirnar. Spenna í loftinu og dauf eyru Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og nefndarmaður, segir dálitla spennu hafa einkennt andrúmsloftið í morgun. „Þarna auðvitað kom á daginn það sem ráðherra flokksins hafði flaggað að málamiðlanir á milli meirihluta og minnihluta væru ekki í boði. Málið var rifið út úr nefndinni og ljóst að það á að koma því til umræðu sem allra fyrst.“ Minnihlutinn hafi ákveðið að mæta þegar þeir höfðu haft færi til að kynna sér nefndarálitið. Hann segir það ámælisvert að ljúka málinu í nefnd án þess að fá fullnægjandi álit frá Skattinum og Byggðastofnun. „Ég held að allir tali meira en minna fyrir daufum eyrum fyrir stjórnarliðum. Það til dæmis að verða ekki við þessum einföldu óskum um gestakomur lykilaðila. Það auðvitað lengir umræðuna í þingsal. Ég held að þarna hafi stjórnarmeirihlutinn sparað mínútur en kastað klukkustundum.“
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira