Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 14:01 Hildur Sverrisdóttir taldi orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær ekki boðleg. vísir/anton brink Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Hildur var afar alvarleg í bragði þegar hún lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær. En þá var hún að hrósa fjármálaráðherra fyrir afar vel heppnaða sölu á Íslandsbanka. „Svo bætti hún við að það hefði ekki þurft neina sakamálarannsókn í kjölfarið,“ sagði Hildur. Hún sagði það fyrirliggjandi í því mál, algerlega fyrirliggjandi, að það hefði engin sakamálarannsókn átt sér stað í kjölfar sölunnar á Íslandbanka, undir stjórn Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis. Hildur sagði að það mætti láta vera að salan þá hefði skilað meiru í ríkiskassann, það „mætti hía á þá sölu“ og svo framvegis. „En hér er verið að nota mjög stór orð,“ sagði Hildur og að Þorbjörg Sigríður mætti vel gera sér grein fyrir því hversu alvarleg og gildishlaðin, verandi dómsmálaráðherra. „Hún veit alveg hvað sakamálarannsókn er,“ sagði Hildur. Það gengi ekki að láta svona nokkuð falla en hafa í nánast sama orðinu áhyggjur af upplýsingaóreiðu og að traust á stjórnmálum væri í frjálsu falli. Hildur sagði að Þorbjörg Sigríður væri maður að meiri ef hún myndi draga þessi orð sín til baka. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Hildur var afar alvarleg í bragði þegar hún lýsti yfir miklum vonbrigðum með þau orð sem Þorbjörg Sigríður lét falla í Eldhúsdagsumræðum í gær. En þá var hún að hrósa fjármálaráðherra fyrir afar vel heppnaða sölu á Íslandsbanka. „Svo bætti hún við að það hefði ekki þurft neina sakamálarannsókn í kjölfarið,“ sagði Hildur. Hún sagði það fyrirliggjandi í því mál, algerlega fyrirliggjandi, að það hefði engin sakamálarannsókn átt sér stað í kjölfar sölunnar á Íslandbanka, undir stjórn Bjarna Benediktssonar fyrrverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis. Hildur sagði að það mætti láta vera að salan þá hefði skilað meiru í ríkiskassann, það „mætti hía á þá sölu“ og svo framvegis. „En hér er verið að nota mjög stór orð,“ sagði Hildur og að Þorbjörg Sigríður mætti vel gera sér grein fyrir því hversu alvarleg og gildishlaðin, verandi dómsmálaráðherra. „Hún veit alveg hvað sakamálarannsókn er,“ sagði Hildur. Það gengi ekki að láta svona nokkuð falla en hafa í nánast sama orðinu áhyggjur af upplýsingaóreiðu og að traust á stjórnmálum væri í frjálsu falli. Hildur sagði að Þorbjörg Sigríður væri maður að meiri ef hún myndi draga þessi orð sín til baka.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira