Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 21:34 SIgríður Á Andersen skaut föstum skotum á ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra hagræðingartillagna. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins segir frumvarp Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem felur í sér breytingar á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla hefndarför gegn Morgunblaðinu. Frumvarpið sé ekki til þess fallið að skila fé til skattgreiðenda heldur til að „smyrja því“ til annarra einkarekinna fjölmiðla. Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Í eldhúsdagsræðu sinni kom Sigríður inn á að ríkisstjórnin hafi kynnt sig til sögunnar sem verkstjórn sem ætli að láta til sín taka á sínum fyrstu mánuðum. Í því ljósi hafi ríkisstjórnin „hrúgað inn á þingið“ hátt í hundrað lagafrumvörpum á þeim stutta tíma sem hún hefur verið að störfum. „En ríkisstjórn vill vera meira en verkstjórn, hún vill líka hagræða og í þeim efnum segist hún vilja samráð við þjóðina og kallaði eftir tillögum. Og fékk mjög margar tillögur.“ Hún spyr hvort sjónarmið um hagræðingu hafi ratað inn í þann fjölda lagafrumvarpa sem nú bíða afgreiðslu á þinginu og nefnir frumvarp Ingu Sæland félags og- húsnæðismálaráðherra um tengingu greiðslu almannatrygginga við launavísitölu. „Kveður á um sjálfvirka aukningu ríkisútgjalda óháð efni og aðstæðum í ríkisfjármálum að öðru leyti. Kostnaðurinn? Þrír til fjórir milljarðar í viðbótarútgjöld á hverju einasta ári um alla framtíð.“ Þá nefnir hún þriðju fjáraukalögin sem lögð voru fram í gær, með tillögur um ríkisútgjöld upp á 5,2 milljarða króna, „meðal annars milljarða viðbótar fjárframlags til erlends ríkis,“ og frumvarp um útvíkkun fæðingar og foreldraorlofs. „Allt eru þetta þingmál sem kalla á mörg hundruð milljónir í aukin ríkisútgjöld á ári,“ segir Sigríður. „Styrkjabíóið“ kosti hálfan milljarð „Þá liggur fyrir frumvarp hæstvirts menningarmálaráðherra um að breyta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Skyldi það vera hagræðing? Nei, aldeilis ekki. Því frumvarpið er ein allsherjarhefndarför gagnvart Morgunblaðinu sem hefur leyft sér að fjalla með gagnrýnum hætti um mál ríkisstjórnarflokkanna. Með frumvarpinu er þannig lagt til að draga úr styrkveitingum til stóru fjölmiðlanna tveggja, Morgunblaðsins og fjölmiðla Sýnar. Ekki til að skila því fé til skattgreiðenda heldur til að smyrja því til annarra einkarekinna fjölmiðla. Þetta styrkjabíó kostar allt um 500 milljónir á ári.“ Loks segir Sigríður ríkisstjórninni hafa færst of mikið í fang, flest þingmál hennar séu enn til umfjöllunar í nefndum þrátt fyrir að nokkrir dagar eru til þingloka. Það sé óheppilegt að ríkisstjórnin hafi lofað að kynna þingmálin með þeim formerkjum að þau yrðu afgreidd sem lög á núlíðandi þingi. „En Miðflokkurinn hefur rétt út hjálparhönd. Miðflokkurinn leggst eindregið gegn afgreiðslu flestra þessara mála að óbreyttu, ekki af því að Miðflokkurinn sé endilega á móti öllum þessum málum heldur af því að þau þurfa hreinlega betri þinglega meðferð og sum þeirra þurfa í sannleika sagt meiri yfirlegu hjá frumvarpshöfundum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Miðflokkurinn Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira