Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 13:22 Snorri Jakobsson greinandi. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira