Mjög áhyggjufull yfir tilfærslu ráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 12:18 Ásthildur Sturtudóttir er bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Fjármögnun vegna fyrirhugaðar uppbyggingar fjögurra verkmenntaskóla á landsbyggðinni hefur verið hliðrað til næsta árs. Bæjarstjóri gagnrýnir að hafa fengið að vita af ákvörðuninni í gegnum fjölmiðla, og segir hana koma sveitarfélaginu í opnu skjöldu. Formaður fjárlaganefndar segir tilfærsluna ósköp eðlilega. Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Seinna á árinu átti að hefja uppbyggingu við fjóra framhaldsskóla, það eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Búið var að semja um að sveitarfélög skólanna greiddu fjörutíu prósent af kostnaði við uppbygginguna og ríkið sextíu prósent. Nú hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að hliðra fjármögnuninni til næsta árs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir ákvörðunina koma öllum í opna skjöldu. „Þetta kemur mjög á óvart, sérstaklega þar sem þörfin á auknu rými fyrir verknám er mikil. Öll sveitarfélögin sem skrifuðu undir samninginn við ríkið höfðu gert ráð fyrir þessu fjármagni. Þetta kemur mjög á óvart og mjög í opna skjöldu. Ég hef ekkert enn heyrt í ráðuneytinu varðandi þessar tilfærslur,“ segir Ásthildur. Hún segir mjög sérstakt að heyra af breytingunni í gegnum fjölmiðla en ekki hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu. Fyrirhuguð stækkun á VMA sé stórt verkefni. „Við bæjarstjórarnir á starfssvæði VMA höfum rætt saman vegna málsins. Við erum mjög áhyggjufull vegna þess að ásókn í verknám er mjög mikil. Það er gríðarleg vöntun á iðnaðarmönnum, við heyrum það frá atvinnulífinu,“ segir Ásthildur. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, vegna málsins, en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Fjárlaganefndar, segir tilfærsluna hluta af eðlilegu ferli. „Það er auðvitað mikilvægt að það komi fram að það er ekki verið að slá nein verkefni af eða fresta þeim. Það er verið að áætla hvenær þessir fjármunir nýtast í þessi verkefni,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Hvað varðar takmarkaða upplýsingagjöf til sveitarfélaganna segir Ragnar sig ekki bæran til að dæma um það. „Fjármálaáætlun er til umræðu í fjárlaganefnd. Við munum væntanlega klára að ræða við umsagnaraðila í þessari viku og síðan kemur álit nefndarinnar. Málið er enn þá í vinnslu, það er staða málsins,“ segir Ragnar Þór.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Akureyri Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira