Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 11:00 Mótmælendur í Los Angeles í gær. AP/Jae C. Hong Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“