Trump segist „mjög vonsvikinn“ út í Elon og ekki viss um að þeir geti átt gott samband Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 17:02 Samband Trump og Musk hefur heldur betur súrnað upp á síðkastið. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti segist verulega svekktur út í Elon Musk, auðugasta mann heims og einn nánasta samstarfsmann sinn til langs tíma. Gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og félagar reyna nú að fá samþykkt virðist hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forsetanum. Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Elon Musk kallaði hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp, eins og repúblikanar hafa kallað það, „viðurstyggilegan hrylling.“ Hann hefur einnig látið hafa það eftir sér að allir repúblikanar sem kjósi með því eigi að skammast sín en frumvarpið felur meðal annars í sér niðurfellingu ívilnana til framleiðenda rafmagnsbíla. Musk er eigandi Tesla, eins stærsta rafbílaframleiðanda heims. Síðasta stráið Donald Trump ræddi við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og þar sagðist hann ekki vera viss um að þeir gætu átt í góðu sambandi lengur. „Mér hefur alltaf verið vel við Elon. Þið sáuð þessi orð hans um mig. Hann hefur ekkert sagt slæmt um mig. Ég vildi frekar að hann gagnrýndi mig heldur en frumvarpið því þetta frumvarp er magnað. Þetta er stærsti niðurskurður í sögu landsins,“ sagði Trump þegar hann var beðinn um að bregðast við ummælum Musk. „Sjáiði til, við Elon áttum frábært samband. Ég er ekki viss um að við munum gera það héðan í frá,“ sagði Bandaríkjaforseti. Kveðst mjög vonsvikinn Líkt og fjallað hefur verið um undanfarna mánuði eru ítök Musk innan Repúblikanaflokksins mikil sem og vinsældir hans hjá stórum hluta kjósenda. Þingmenn flokksins standa því frammi fyrir því að feta þrönga slóð milli áhrifamannanna tveggja. „Hann þekkti [frumvarpið] betur en nokkur maður og fann ekkert að því þangað til um leið og hann er farinn. Og ef þið lítið á það sem hann hefur sagt um mig, hann hefur sagt fallegustu hluti um mig og hefur ekkert sagt ljótt um mig persónulega, en ég er viss um að það er næst á dagskrá. Ég er mjög vonsvikinn út í Elon. Ég hef hjálpað Eloni mikið,“ segir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Sagður verulega ósáttur við gagnrýni Musks Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður verulega ósáttur við Elon Musk, auðugasta mann heims, og gagnrýni hans á fjárlagafrumvarp sem Trump og leiðtogar Repúblikanaflokksins eru að reyna að koma gegnum þingið. Musk hefur farið hörðum orðum um frumvarpið og sagst ætla að beita sér gegn þeim þingmönnum sem greiða atkvæði með því. 5. júní 2025 11:35
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53