Komum heil heim eftir hvítasunnuhelgina Ágúst Mogensen skrifar 5. júní 2025 10:02 Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítasunnuhelgin er nú fram undan og margir á leið í ferðalag. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er af stað og mikilvægt að hafa öryggið í fyrirrúmi. 80 milljarðar í kostnað vegna umferðarslysa Í fyrra slösuðust 228 í alvarlegum umferðarslysum og 13 létust samkvæmt skýrslu Samgöngustofu. Því er ljóst að langt er í land að ná markmiðum um fækkun slysa, en í fyrra var miðað við að samtala alvarlega slasaðra og látinna væri ekki hærri en 158. Það er afar mikilvægt að sinna forvörnum í málaflokknum, bæði sem snýr að hegðun ökumanna og bætingu vegakerfisins. Kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa samkvæmt sömu skýrslu er metinn 80 milljarðar króna. Í allri umræðu um kostnað setjum við þó þann fyrirvara að mannslíf eru óafturkræf og eitt banaslys er einu of mikið. 7.000 kílómetrar af malarvegum Þrátt fyrir að mest umferð fari um vegi sem eru malbikaðir eða með slitlagi í góðri breidd þá er innviðaskuld í vegakerfinu há (Skýrsla Samtaka Iðnaðarins, 2025). Víða eru vegir mjóir, veglínur krappar og slitlagið orðið lélegt. Ennþá eru 7.000 km í þjóðvegakerfinu malarvegir. Útafakstri og bílveltum fjölgaði í fyrra, en þetta geta verið mjög alvarleg slys. Ef fólk notar ekki bílbelti er hætta á það kastist til inn í bifreiðinni eða út úr henni. Notum bílbelti jafnt innanbæjar sem á vegum úti. Hraða þarf að stilla í hóf, sérstaklega í beygjum. Ekki geispa golunni Samkvæmt könnun Samgöngustofu hefur 1 af hverjum 5 verið mjög þreyttur að aka eða nálægt því að sofna sl. 6 mánuði og slysum vegna þreytu fjölgað undanfarin ár. Þegar ökumaður er þreyttur er einbeiting og eftirtekt skert og meiri hætta á mistökum. Stoppum reglulega og teygjum úr okkur í langferðum og gætum þess að hafa fengið nægan svefn nóttina áður. Þreyttir ökumenn eru fjórum sinnum líklegri til að valda slysum í samanburði við óþreytta ökumenn. Slökkvitæki og gasskynjarar í ferðavögnum Í flestum útilegum er eldað á gasi í ferðavögnum og húsbílum. Þá er mikilvægt að hafa gasskynjara festan við gólfhæð, t.d. á lista undir neðri skáp. Própangas er þyngri lofttegund en súrefni og mun því safnast upp með gólfinu fyrst ef verður gasleki. Góð loftræsting er lykilatriði þegar eldað er á gasi, auk þess að muna að láta hylkin standa upprétt og skrúfa fyrir að lokinni notkun. Slökkvitæki og eldvarnarteppi í ferðavagni eru skyldueign og reykskynjari sem virkar. Almennt eigum við svo að fara varlega með opinn eld í náttúrunni því af litlum neista verður oft mikið bál. Hugaðu að veðrinu Búið er að vera kalt miðað við árstíma undanfarið og ekki útlit fyrir að hitastigið fari yfir tveggja stafa tölu um helgina. Ullarföt og úlpa eru því ekki galin pæling ef fara á í útilegu. Á vef vegagerðarinnar er að finna góðar ferðaupplýsingar um veður, færð og annað sem tengist umferðinni. Við hvetjum alla til að stilla hraða í hóf, spenna bílbeltin og vera í góðu ökuhæfu ástandi um helgina. Notum handfrjálsan búnað ef nota þarf símann og förum varlega. Aðalatriðið er að skemmta sér vel, slaka á og koma heil heim. Gleðilega hvítasunnuhelgi! Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun