„Það er rétt skilið“ Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 11:22 Víðir upplýsti ríkislögreglustjóra á miðvikudag um að undirnefndin hefði umsókn Oscars til umfjöllunar. Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. Samskipti Víðis, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmann sinn, og Kristíni Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), varpa ljósi á aðdraganda þess að ÚTL frestaði brottvísun Oscars Bocanegra, sautján ára kolumbísks drengs sem átti að vísa úr landi á þriðjudag. Spegillinn á Rúv fjallaði um samskiptin í gær en fréttastofa hefur sömu gögn undir höndum. Í samskiptunum kemur meðal annars fram hvernig Kristín fór fram á skýrari svör frá Víði um það hvort undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar hygðist veita Oscari ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Samskiptin í heild sinni Víðir sendir fyrstu skilaboð miðvikudaginn 28. maí til fyrrverandi yfirmanns síns, Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, og upplýsir hana um að umsókn Oscars sé til umfjöllunar. Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir Tveimur dögum síðar, kl. 12.27 föstudaginn 30. maí þegar fundur allsherjarnefndar stendur yfir, framsendi Sigríður Björk póstinn til Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í samráði við Víði að því er segir í skeytinu. Sigríði og Víði berast síðan svör þremur tímum síðar, kl. 15.31, þar sem Kristín hjá Útlendingastofnun krefst skýrari útskýringa og bendir á 18 aðrir sem bíða niðurstöðu séu á brottvísunarlista. Hún segir að ákvörðunin gæti verið fordæmisgefandi. Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir Víðir svarar hálftíma síðar og tjáir Útlendingastofnun að dagurinn hafi skilað því „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að farið verði fram á ríkisborgararétt fyrir Oscar, þó endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir Kristín hjá Útlendingastofnun svarar Víði kl. 16.19 og staðfestir að brottvísun dregnsins sé frestað og segist skilja málið svo að ekki eigi að fresta hinum átján brottvísununum. Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir. Og tíu mínútum síðar svarar Víðir og staðfestir að ekki eigi að fresta brottvísunum hinna átján sem voru á framkvædmalista Ríkislögreglustjóra. Það er rétt skilið. Mbk Víðir Vinnubrögðin gagnrýnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýtn vinnubrögð víðis og bent á að allir eigi að standa jafnir gagnvart útlendingakerfinu. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksisn hafa sakað Víði um pólitísk afskipti. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála og til stóð að vísa drengnum á brott aðfaranótt þriðjudags. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Samskipti Víðis, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og fyrrverandi yfirmann sinn, og Kristíni Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL), varpa ljósi á aðdraganda þess að ÚTL frestaði brottvísun Oscars Bocanegra, sautján ára kolumbísks drengs sem átti að vísa úr landi á þriðjudag. Spegillinn á Rúv fjallaði um samskiptin í gær en fréttastofa hefur sömu gögn undir höndum. Í samskiptunum kemur meðal annars fram hvernig Kristín fór fram á skýrari svör frá Víði um það hvort undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar hygðist veita Oscari ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. Samskiptin í heild sinni Víðir sendir fyrstu skilaboð miðvikudaginn 28. maí til fyrrverandi yfirmanns síns, Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, og upplýsir hana um að umsókn Oscars sé til umfjöllunar. Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir Tveimur dögum síðar, kl. 12.27 föstudaginn 30. maí þegar fundur allsherjarnefndar stendur yfir, framsendi Sigríður Björk póstinn til Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, í samráði við Víði að því er segir í skeytinu. Sigríði og Víði berast síðan svör þremur tímum síðar, kl. 15.31, þar sem Kristín hjá Útlendingastofnun krefst skýrari útskýringa og bendir á 18 aðrir sem bíða niðurstöðu séu á brottvísunarlista. Hún segir að ákvörðunin gæti verið fordæmisgefandi. Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir Víðir svarar hálftíma síðar og tjáir Útlendingastofnun að dagurinn hafi skilað því „yfirgnæfandi líkur“ séu á því að farið verði fram á ríkisborgararétt fyrir Oscar, þó endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir. Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir Kristín hjá Útlendingastofnun svarar Víði kl. 16.19 og staðfestir að brottvísun dregnsins sé frestað og segist skilja málið svo að ekki eigi að fresta hinum átján brottvísununum. Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir. Og tíu mínútum síðar svarar Víðir og staðfestir að ekki eigi að fresta brottvísunum hinna átján sem voru á framkvædmalista Ríkislögreglustjóra. Það er rétt skilið. Mbk Víðir Vinnubrögðin gagnrýnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýtn vinnubrögð víðis og bent á að allir eigi að standa jafnir gagnvart útlendingakerfinu. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksisn hafa sakað Víði um pólitísk afskipti. Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útlendingamála og til stóð að vísa drengnum á brott aðfaranótt þriðjudags. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Sæl Til upplýsinga þá vildi ég láta þig vita að umsókn [Oscars] um ríkisborgararétt er til umfjöllunar hjá undirnefnd Allsherjar- og menntamálanefndar. Umsóknin er skoðuð eins og aðrar þær rúmlega 250 umsóknir og ekki er von á niðurstöðu fyrr en undir þinglok eftir miðjan júní. Með góðri kveðju Víðir
Góðan dag Útlendingastofnun hefur farið yfir lista yfir umsóknir til Alþingis og skv. okkar upplýsingum eru samtals 337 einstaklingar sem hafa sótt um ríkisborgararétt til Alþingis. Af þessum lista eru 19 einstaklingar sem eru á framkvæmdarlista hjá Ríkislögreglustjóra. Ef stofnunin frestar framkvæmdarbeiðni í máli [Oscars] þá ber stofnuninni að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum öðrum málum þeirra sem eru á framkvæmdarlistanum. Slík ákvörðun felur í sér að einstaklingur sem fengið hefur ákvörðun eða úrskurð um að yfirgefa landið fær nýja leið til að halda sér á landinu og virða ekki ákvörðun um brottvísun með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Í stærra samhengi þá bæri stofnunni einnig að fresta framkvæmd slíkra ákvarðana/úrskurða ef umsókn um ríkisborgararétt væri lögð inn til stofnunarinnar. Aðgerð sem þessi er fordæmisgefandi og telur stofnunin óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli á grundvelli upplýsinga sem segja í raun ekki neitt um stöðu umsóknar [Oscars]. Ef stofnunin fær skýrarar upplýsingar um að Alþingi hyggist veita ríkisborgararétt í þessu tiltekna máli þá er hægt að leggja mat á aðstæður og virkja 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga og fresta framkvæmd. Mbk., Kristín Völundardóttir
Sæl aftur. Undirnefnd AMN [Allsherjar- og menntamálanefndar] er að vinna sig í gegnum umsóknir og eitt af því dagurinn skilaði er að það séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi í júní 2025.Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin. Þið eruð upplýst um þetta með þeim fyrirvörum sem eðlileg er að frumvörp þurfa málsmeðferð á Alþingi. Með góðri kveðju Víðir
Þessar upplýsingar nefndarinnar eru mótteknar. Í ljósi þess frestar stofnunin fyrir ætluðum flutningi [Oscars] um óákveðinn tíma með vísan í 2. mgr. 103. gr. laga um útlendinga. Jafnframt skilur stofnunin afstöðu nefndarinnar á þann veg að sama eigi ekki við um aðra umsækjendur sem eru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra og eru þeir því áfram á framkvæmdalistanum. Mbk., Kristín Völundardóttir.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira