Segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælum kjánaleg Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. júní 2025 22:01 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari og Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu. Stöð 2 Reykjavíkurborg og forsvarsmenn körfuboltafélagsins Aþenu hafa enn ekki komist að samkomulagi um endurnýjun samninga vegna notkunar félagsins á íþróttahúsi í Breiðholti. Liðsmenn mótmæltu við ráðhúsið í dag og liðsmaður Aþenu segir viðbrögð borgarfulltrúa á mótmælunum kjánaleg. Brynjar Karl, þjálfari, segir borgarfulltrúa ekki búna að kynna sér starf Aþenu áður en ákvörðun er tekin. Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram. Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Fjallað hefur verið um það síðustu daga rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis hafi runnið út þann 31. maí. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs sagðist í skriflegum svörum við fréttastofu í dag vilja sjá breytingar á samningnum sem felist í eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi Aþenu og Leiknis, „góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar.“ Hann sagði mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa Aþenu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. Brynjar Karl og liðskonur Aþenu efndu af þessu tilefni til mótmæla við ráðhúsið í dag þegar borgarstjórn fundaði. Gerður var hlé á fundinum vegna hávaða og nokkrir borgarfulltrúar, og borgarstjóri, komu út til að ræða við stelpurnar. Darina Andriivna Khomenska, leikmaður Aþenu, segir borgarfulltrúa ekki hafa verið með mörg svör þegar þau komu út í dag á meðan mótmælunum stóð. Meðal þeirra sem komu út voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Svöruðu ekki spurningum beint „Þau töluðu í kringum þetta og hvernig þau komu út til okkar. Mér fannst þetta frekar kjánalegt af þeim og töluðu bara í kringum þetta,“ segir Darina og að þegar þau hafi verið spurð beint út hvort það ætti að gera rekstrarsamning við Aþenu hafi borgafulltrúarnir ekki getað svarað því. „Þau voru að gefa fimmu og segja að það væri fínt að fá sér ferskt loft. Mér finnst það bara kjánalegt.“ Brynjar Karl segist upplifa málið þannig að Skúli sé búinn að mála sig út í horn og sé farinn að draga upp úr rassinum mannréttindastefnu sem hann telur borgina og borgarfulltrúana eiga að kynna sér sjálf. Hvað varðar kröfur borgarinnar segist Brynjar ekki skilja hvaðan þær komi. Aþena sé í góðu samstarfi við Leikni um nýtingu á húsnæðinu. „Við erum hérna á milli þrjú og sex,“ segir Brynjar Karl og það séu um hundrað börn sem taki þátt í starfi Aþenu á þeim tíma. Það sé mjög mikil fjölgun frá því að Aþena byrjaði að nýta húsnæðið og það sé útlit fyrir að þeim muni fjölga áfram.
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira