„Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. maí 2025 16:11 Brynjar Karl ræðir við lærisveina sína í Aþenu en rekstrarsamningur félagsins við Reykjavíkurborg rennur út í dag. Brynjar segir Reykjavíkurborg ekki hafa áhuga á að semja við félagið. Vísir/Diego Rekstrarsamningur íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis rennur út í dag. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson segir borgina ekki hafa neinn áhuga á að endurnýja samning við félagið sem verður að óbreyttu lagt niður í næstu viku. Aþena hefur haft aðgang að íþróttahúsinu Austurbergi undanfarin tvö ár en horfir fram á að verða heimilislaust. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn og hafa tæplega tvö þúsund manns skrifað undir listann. Brynjar Karl skrifaði um stöðu Aþenu í Facebook-færslu um eittleytið í dag þar sem hann rekur hvernig húsnæðismál félagsins hafa þróast undanfarið og kallar eftir stuðningi. „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku. Ekkert bendir til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn er útrunninn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur. Stelpurnar eru þó staðráðnar í að berjast áfram og safna nú undirskriftum til stuðnings málinu,“ skrifar Brynjar í færslunni. Ástandið versni stöðugt og börnin kerfisbundið jaðarsett Brynjar lýsir því í færslunni að Aþena hafi verið stofnað sem félag til að berjast fyrir jafnrétti stúlkna í körfubolta svo þær njóti sömu tækifæra og drengir. Í raun sé um stéttarbaráttu að ræða þar sem mikil stéttaskipting ríki í greinum á borð við körfubolta og fótbolta. „Ég hef lagt metnað minn í að vera raunveruleg feminísk fyrirmynd -hávaxinn, hvítur, miðaldra karl sem neitar að vera fórnarlamb. Stelpurnar sem ég hef þjálfað síðustu tíu ár neita að vera fórnarlömb eru nú tilbúnar að taka við baráttunni. Út með það gamla, inn með gellurnar!“ skrifar Brynjar. Brynjar Karl situr ekki á skoðunum sínum.Vísir/Anton Brink Fyrir um þremur árum hafi Aþena hafið starfsemi í Efra-Breiðholti þegar „ljóst varð að valdeflandi aðferðir okkar voru nákvæmlega það sem Breiðholtið þurfti á að halda,“ skrifar hann. Meistaraflokkur Aþenu þjálfi nú yngri kynslóðir í hverfinu. Stelpurnar læri hins vegar að orð stjórnmálafólks í kosningabaráttu um stuðning við Breiðholtið séu innantóm. „Ástandið í hverfinu versnar stöðugt og börnin eru jaðarsett á kerfisbundinn hátt. Stelpurnar læra einnig að ef þú gagnrýnir kerfið verða valdhafar sárlega móðgaðir og gera allt til að kæfa þig með grófum árásum,“ skrifar Brynjar. „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því“ Reynt sé að þagga niður í rödd Aþenu áður en hún verður of sterk að sögn Brynjars. „Hvernig? Fyrir tveimur árum gerði Aþena samning við borgina um afnot af húsi í Austurbergi í þrjár klukkustundir á dag fyrir yngri flokka og eina og hálfa fyrir meistaraflokk kvenna. Markmiðið var að efla íþróttastarf í hverfinu, sérstaklega fyrir stúlkur,“ skrifar Brynjar. Sá samningur renni nú út. Að sögn Brynjars hefði félagið þó aldrei komist svona langt ef Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, hefði ekki tekið við starfi sviðsstjóra íþróttamála hjá borginni og keyrt mál félagsins í gegn. Eiríkur Björn Björgvinsson tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn í janúar.Vísir/Vilhelm „Þar til hann kom til var mikil andstaða við verkefnið okkar. Eftir að Eiríkur var kosinn á þing tóku aftur við öfl sem voru okkur andsnúin og hafa síðan gert allt sem í þeirra valdi stendur til að kæfa farsælasta nýsköpunarverkefnið til eflingar barna í Breiðholti síðustu áratugi,“ skrifar Brynjar. Samkvæmt Brynjari hafa 130 stelpur nýtt þessar þrjár klukkustundir sem félaginu eru skammtaðar. Borgin hafi viðurkennt að reksturinn sé til fyrirmyndar en ætli samt ekki að endurnýja samninginn án nokkurra útskýringa. „Skilaboðin eru skýr: „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því.“ Okkur er boðið að halda áfram án samnings og án raddar. Upphafleg gagnrýni okkar var aldrei opinber heldur beint til borgarinnar,“ skrifar Brynjar. Brynjar segir ÍR hafa fengið nýja byggingu í Skógarseli þó iðkendur félagsins úr hverfinu hafi einungis verið um tíu þegar Aþena tók við starfseminni í Austurbergi. Samt vilji borgin meina að Aþena standi ekki undir væntingum. „Í dag rennur samningur við borgina út. Við erum búinn að liggja á borginni að klára samninginn. Skipulagning starfsins, ráðning þjálfara, virkjun krakkanna og fjársöfnun eru gríðarleg verkefni. Áhugaleysi borgarinnar gerir það ómögulegt að vinna langtímaplön. Það er ótrúlegt að borgin grípi ekki þetta tækifæri og styðji dyggilega við starfsemi Aþenu,“ skrifar hann í færslunni. Undanfarnar vikur hafi félagið átt fundi með sviðsstjóra og formanni íþrótta- og menningarnefndar borgarinnar sem séu að sögn Brynjars sárlega móðgaðir og finnist ósanngjarnt að litla félagið Aþena sé ekki tilbúið að láta valta yfir sig. „Þeim er sama um krakkana—þeir hugsa aðeins um sig sjálfa og pólitíkina sem þeir þjóna. Þetta eru stöðugar árásir á ört stækkandi rödd hverfisins: „Haldið kjafti eða þið hljótið verra af.“ Þið heyrðu það fyrst hér. Ef borgin endurnýjar ekki samninginn við Aþenu á næstu dögum, deyr félagið í næstu viku. Guð blessi Breiðholtið,“ skrifar hann að lokum. Körfubolti Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Aþena hefur haft aðgang að íþróttahúsinu Austurbergi undanfarin tvö ár en horfir fram á að verða heimilislaust. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn og hafa tæplega tvö þúsund manns skrifað undir listann. Brynjar Karl skrifaði um stöðu Aþenu í Facebook-færslu um eittleytið í dag þar sem hann rekur hvernig húsnæðismál félagsins hafa þróast undanfarið og kallar eftir stuðningi. „Ef fram heldur sem horfir verður Aþena lögð niður í næstu viku. Ekkert bendir til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn er útrunninn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur. Stelpurnar eru þó staðráðnar í að berjast áfram og safna nú undirskriftum til stuðnings málinu,“ skrifar Brynjar í færslunni. Ástandið versni stöðugt og börnin kerfisbundið jaðarsett Brynjar lýsir því í færslunni að Aþena hafi verið stofnað sem félag til að berjast fyrir jafnrétti stúlkna í körfubolta svo þær njóti sömu tækifæra og drengir. Í raun sé um stéttarbaráttu að ræða þar sem mikil stéttaskipting ríki í greinum á borð við körfubolta og fótbolta. „Ég hef lagt metnað minn í að vera raunveruleg feminísk fyrirmynd -hávaxinn, hvítur, miðaldra karl sem neitar að vera fórnarlamb. Stelpurnar sem ég hef þjálfað síðustu tíu ár neita að vera fórnarlömb eru nú tilbúnar að taka við baráttunni. Út með það gamla, inn með gellurnar!“ skrifar Brynjar. Brynjar Karl situr ekki á skoðunum sínum.Vísir/Anton Brink Fyrir um þremur árum hafi Aþena hafið starfsemi í Efra-Breiðholti þegar „ljóst varð að valdeflandi aðferðir okkar voru nákvæmlega það sem Breiðholtið þurfti á að halda,“ skrifar hann. Meistaraflokkur Aþenu þjálfi nú yngri kynslóðir í hverfinu. Stelpurnar læri hins vegar að orð stjórnmálafólks í kosningabaráttu um stuðning við Breiðholtið séu innantóm. „Ástandið í hverfinu versnar stöðugt og börnin eru jaðarsett á kerfisbundinn hátt. Stelpurnar læra einnig að ef þú gagnrýnir kerfið verða valdhafar sárlega móðgaðir og gera allt til að kæfa þig með grófum árásum,“ skrifar Brynjar. „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því“ Reynt sé að þagga niður í rödd Aþenu áður en hún verður of sterk að sögn Brynjars. „Hvernig? Fyrir tveimur árum gerði Aþena samning við borgina um afnot af húsi í Austurbergi í þrjár klukkustundir á dag fyrir yngri flokka og eina og hálfa fyrir meistaraflokk kvenna. Markmiðið var að efla íþróttastarf í hverfinu, sérstaklega fyrir stúlkur,“ skrifar Brynjar. Sá samningur renni nú út. Að sögn Brynjars hefði félagið þó aldrei komist svona langt ef Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, hefði ekki tekið við starfi sviðsstjóra íþróttamála hjá borginni og keyrt mál félagsins í gegn. Eiríkur Björn Björgvinsson tók sæti á Alþingi fyrir Viðreisn í janúar.Vísir/Vilhelm „Þar til hann kom til var mikil andstaða við verkefnið okkar. Eftir að Eiríkur var kosinn á þing tóku aftur við öfl sem voru okkur andsnúin og hafa síðan gert allt sem í þeirra valdi stendur til að kæfa farsælasta nýsköpunarverkefnið til eflingar barna í Breiðholti síðustu áratugi,“ skrifar Brynjar. Samkvæmt Brynjari hafa 130 stelpur nýtt þessar þrjár klukkustundir sem félaginu eru skammtaðar. Borgin hafi viðurkennt að reksturinn sé til fyrirmyndar en ætli samt ekki að endurnýja samninginn án nokkurra útskýringa. „Skilaboðin eru skýr: „Haldið þið kjafti, eða þið munuð finna fyrir því.“ Okkur er boðið að halda áfram án samnings og án raddar. Upphafleg gagnrýni okkar var aldrei opinber heldur beint til borgarinnar,“ skrifar Brynjar. Brynjar segir ÍR hafa fengið nýja byggingu í Skógarseli þó iðkendur félagsins úr hverfinu hafi einungis verið um tíu þegar Aþena tók við starfseminni í Austurbergi. Samt vilji borgin meina að Aþena standi ekki undir væntingum. „Í dag rennur samningur við borgina út. Við erum búinn að liggja á borginni að klára samninginn. Skipulagning starfsins, ráðning þjálfara, virkjun krakkanna og fjársöfnun eru gríðarleg verkefni. Áhugaleysi borgarinnar gerir það ómögulegt að vinna langtímaplön. Það er ótrúlegt að borgin grípi ekki þetta tækifæri og styðji dyggilega við starfsemi Aþenu,“ skrifar hann í færslunni. Undanfarnar vikur hafi félagið átt fundi með sviðsstjóra og formanni íþrótta- og menningarnefndar borgarinnar sem séu að sögn Brynjars sárlega móðgaðir og finnist ósanngjarnt að litla félagið Aþena sé ekki tilbúið að láta valta yfir sig. „Þeim er sama um krakkana—þeir hugsa aðeins um sig sjálfa og pólitíkina sem þeir þjóna. Þetta eru stöðugar árásir á ört stækkandi rödd hverfisins: „Haldið kjafti eða þið hljótið verra af.“ Þið heyrðu það fyrst hér. Ef borgin endurnýjar ekki samninginn við Aþenu á næstu dögum, deyr félagið í næstu viku. Guð blessi Breiðholtið,“ skrifar hann að lokum.
Körfubolti Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira