„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 11:34 Frá mótmælum fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira