Tilkynnti að hún yrði mamma fyrir stórleikinn við Ísland í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 12:47 Guro Reiten hefur verið afar sigusæl með liði Chelsea á Englandi. Getty/Eddie Keogh Guro Reiten, ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta, í Þrándheimi. Fyrr í þessari viku greindi hún frá því að hún væri að verða mamma. Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira