Tilkynnti að hún yrði mamma fyrir stórleikinn við Ísland í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 12:47 Guro Reiten hefur verið afar sigusæl með liði Chelsea á Englandi. Getty/Eddie Keogh Guro Reiten, ein af stjörnum norska kvennalandsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta, í Þrándheimi. Fyrr í þessari viku greindi hún frá því að hún væri að verða mamma. Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira
Reiten og sambýliskona hennar, Julie Nilssen, birtu af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti að byrjað er að móta fyrir óléttukúlu á Nilssen. „Barn á leiðinni bráðum,“ skrifuðu þær í færslu sem birtist á mánudaginn. View this post on Instagram A post shared by Guro Reiten (@greiten) Reiten, einnig lykilmaður hjá Chelsea sem vann þrefalt á Englandi í ár, vonast til að orkan sem fylgir nýju hlutverki muni hjálpa sér innan vallar. „Þetta verður svo gaman. Við erum mjög spenntar og höfum margt að hlakka til í haust. Þetta er eitthvað öðruvísi og nýtt, en þetta verður mjög spennandi og mjög, mjög skemmtilegt,“ segir Reiten í viðtali við VG. „Ég vona að meðgangan verði bara jákvæð og að hún færi mikla, góða orku inn á völlinn. Það hefur alltaf verið stór draumur að verða móðir. Það verður ótrúlega gaman,“ segir Reiten. Gat ekki spilað á Íslandi Þessi þrítuga knattspyrnukona gat ekki spilað á Þróttarvellinum í byrjun apríl, þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli. Þá var hún að glíma við bakmeiðsli en er nú klár í slaginn, líkt og Barcelona-stjarnan Caroline Graham Hansen, og ljóst að Íslendinga bíður afar erfitt verkefni í kvöld. „Meiðslin komu á mjög slæmum tíma. Ég missti af mörgum mikilvægum leikjum með Chelsea og landsliðinu, svo það voru nokkrar vikur þar. Ég hef ekki misst af mörgum landsliðsverkefnum undanfarin ár. Þegar maður missir svo af leik líður manni eins og eilífð sé liðin síðan maður var hér síðast. Það er virkilega gaman að sjá stelpurnar aftur og vera hér. Ég hlakka virkilega til sumarsins og er tilbúin,“ segir Reiten en hún verður einnig í sviðsljósinu með Noregi á EM í sumar, þar sem liðið er aftur í riðli með Íslandi. Lykilleikur fyrir bæði lið Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Mikið er undir og mikilvægt fyrir Ísland að halda sér í A-deild Þjóðadeildar því á næstu leiktíð verður spilað um sæti á HM og eru möguleikarnir talsvert betri fyrir lið í A-deild en B-deild. Frakkland er efst í riðlinum með 12 stig, Noregur er með 4, Ísland 3 og Sviss 2. Neðsta liðið fellur í B-deild, liðið í næstneðsta sæti fer í umspil en liðið í næstefsta sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Efsta liðið, sem ljóst er að verður Frakkland, fer í fjögurra liða úrslit keppninnar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira