Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. maí 2025 17:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var enn á flugi um hálf tíu. Maðurinn sást síðast klukkan fimm síðdegis. Vísir Töluverður fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út eftir að tilkynnt barst um að sundmaður væri í sjónum við Fiskislóð í Reykjavíkurborg. Ekki hefur spurst til mannsins síðan klukkan fimm síðdegis. Leitinni lauk að ganga tíu að kvöldi til og verður staðan endurmetin í fyrramálið. Tilkynning um einstakling í sjónum barst lögreglu korter fyrir fimm að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðarlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkrir bátar sigldu um.Vísir/Silja Baldur Ólafsson varðstjóri, sem var staddur á vettvangi um sexleytið sagði að stöðugt sé verið að endurskipuleggja leitina út frá sjávarstraumum og fleira. „Það er í raun það sem er búið að vera í gangi og er í gangi. Það eru allir hérna: Landsbjörg, slökkvilið, lögregla, Landhelgisgæsla. Bátar, jetsky, kafarar. Það er ekkert farið að ræða hversu lengi við verðum að. Á meðan veður er gott og skyggni verður haldið áfram líklegast,“ segir Baldur. Uppfært klukkan 21:45: Leitinni er lokið að sinni að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Staðan verði endurmetin í fyrramálið. Baldur segir að áhorfendur hafi haft auga með manninum þar til hann hvarf undan ströndinni. Klippa: Leita sundmanns við Örfirisey Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var einnig á vettvangi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var sérsveitaaðgerðasveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út á varðbátnum Óðni. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um.Vísir/Silja Tveir flokkar sjóbjörgunarsveita Landsbjargar voru einnig kallaðir út samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Kafarar á vegum sérsveitarinnar voru einnig verið kallaðir til aðstoðar segir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Lögregla hefur afmarkað svæðið þar sem margir viðbragðsaðilar koma að leitinni.Vísir/Silja Fréttin var uppfærð klukkan 21:50 Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tilkynning um einstakling í sjónum barst lögreglu korter fyrir fimm að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðarlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þónokkrir bátar sigldu um.Vísir/Silja Baldur Ólafsson varðstjóri, sem var staddur á vettvangi um sexleytið sagði að stöðugt sé verið að endurskipuleggja leitina út frá sjávarstraumum og fleira. „Það er í raun það sem er búið að vera í gangi og er í gangi. Það eru allir hérna: Landsbjörg, slökkvilið, lögregla, Landhelgisgæsla. Bátar, jetsky, kafarar. Það er ekkert farið að ræða hversu lengi við verðum að. Á meðan veður er gott og skyggni verður haldið áfram líklegast,“ segir Baldur. Uppfært klukkan 21:45: Leitinni er lokið að sinni að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Staðan verði endurmetin í fyrramálið. Baldur segir að áhorfendur hafi haft auga með manninum þar til hann hvarf undan ströndinni. Klippa: Leita sundmanns við Örfirisey Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var einnig á vettvangi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var sérsveitaaðgerðasveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út á varðbátnum Óðni. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um.Vísir/Silja Tveir flokkar sjóbjörgunarsveita Landsbjargar voru einnig kallaðir út samkvæmt Jóni Þóri Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Kafarar á vegum sérsveitarinnar voru einnig verið kallaðir til aðstoðar segir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Lögregla hefur afmarkað svæðið þar sem margir viðbragðsaðilar koma að leitinni.Vísir/Silja Fréttin var uppfærð klukkan 21:50
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?