Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar 29. maí 2025 17:33 Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Dýr Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst með íslenskri dýravernd í nokkuð langan tíma og núgildandi lög um þá vernd liggur nokkuð vel fyrir mér. Ég hef hins vegar að mestu hætt afskiptum af henni miðað við það sem áður var, en þau afskipti voru ansi þróttmikil og vel rökstudd þó ég segi sjálfur frá. T.a.m. var ég mjög tíður gestur í fjölmiðlum og ýmislegt af því sem ég vakti fyrstur manna athygli á leiddi að lokum til gríðarlegs árangurs. Minnistæðast er mér brúneggjamálið, lokun umdeildrar hundaræktar, hreindýr í vanda eystra o.m.fl. Einhver mestu mistök sem ég þó gerði var samstarf við útlensk dýraverndunarsamtök hvers hugarfóstur er blóðmeramálið. Dýraverndarforysta frjálsra félagasamtaka, frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson fyrrv. formaður Dýraverndarsambands Íslands hætti þar, hefur verið lítil sem engin á Íslandi, hún er sundurlaus, óöguð og afleitlega skipulögð með litla þekkingu innanborðs. Þess vegna líki ég henni við frumbyggjahætti. Nýjustu tvö dæmin eru árás fyrrverandi formanns Dýravendarsambands Íslands á dýravernd blóðmera í skoðun á visir.is og hringlandaháttur forystu Dýraverndarsambands Íslands í nánast flestu sem sú forysta tekur sér fyrir hendur, nú síðast að kæra blóðmerahald til lögreglu. Um fyrra dæmið ætla ég ekki að hafa nein orð, greinin er að mínu mati handvömm og ógn við dýravernd. Undarlegt háttalag fyrrverandi formanns Dýraverndarsambands Íslands. Um hið síðara vil ég segja þetta. Það eru undarleg vinnubrögð sambands með tvo fyrrverandi alþingismenn innanborðs sem eiga að vita að þetta er ekki mögulegt í lagalegum skilningi sbr. síðar. Heilan og langan pistil mætti reyndar rita um þess tvo herra og aðkomu þeirra að störfum í dýravernd innan Dýraverndarsambands Íslands, sem eru gagnrýni verð. Tökum dæmi. Nýlega eða í byrjun mars fékk ég tölvupóst frá Andrési Inga Magnússyni, titlaður framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og er þar í 100% starfi, sem er vel ef bakgrunnur hans í dýravernd væri í samræmi við það! Andrés ritar í fjöldatölvupósti: ,,Okkur langar til að bjóða þér að ganga til liðs við okkur í þrjá mánuði til að sigla þessu máli (blóðmeramálið) í höfn og styðja við baráttuna með mánaðarlegu framlagi í þennan afmarkaða tíma.“ Ég svara: Hvernig ætlið þið að tryggja að þessu máli verði ,,siglt í höfn" með þriggja mánaða mánaðarlegu mögulegu framlagi mínu? Ég hef ekki ennþá fengið svar og nú eru þessir þrír mánuðir að líða. Andrés er framkvæmdastjóri sambandsins og vinnur eflaust náið með kollega sínum Ágústi Ólafi, sem því miður var hrakinn af þingi. Ágúst er lögfræðingur, hefur áhuga á dýravernd sem, því miður, varla nokkur annar maður lætur sig varða. Sem lögfræðingur ætti hann að vera öllum hnútum kunnugur um lögskýringar á lögum um velferð dýra. - Eins og ég. Nýjasta uppátæki þeirra ,,bræðra" í stjórn Dýraverndarsambandsins er að kæra blóðmeramálið beint til lögreglu. Reglur um þetta eru skýrar í þeim lögum Í 6. mgr. 45. laga um velferð dýra er ófrávíkjanlegt ákvæði Brot gegn lögum þessum sæta aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Matvælastofnunar. Lögreglan á reyndar skv. 2. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála að: hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Það er ekki í vísan að róa í síðara ákvæðinu skv. þeim gæðastimpli sem fyrrverandi lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið lögreglunni. Það er þó nokkuð alvarlegur hlutur ef stjórn Dýraverndarsambandsins skilur ekki lög um velferð dýra! Þessum bræðrum væri nær að tengja sig við fyrrverandi kollega sinn á þingi, Ingu Sæland. Hún var virkur talsmaður dýraverndar í stjórnarandstöðu en kemur, af óskiljanlegum ástæðum, ekkert við sögu lengur. Inga gæti beitt sér fyrir því, eins og ég hefi gert, að umrætt tjáningarfrelsisskerðingarákvæði, yrði numið úr lögum um velferð dýra. Þá væri róðurinn, máske, léttari fyrir Ágúst og Andrés. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun