Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 06:43 Geimfarinu Starship skotið á loft í Texas í gærkvöldi. AP Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna. Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025 SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025
SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira