Nú er tími til aðgerða: Tóbaks- og nikótínfrítt Ísland Vala Smáradóttir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifa 31. maí 2025 08:02 Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Heilsa Nikótínpúðar Rafrettur Börn og uppeldi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun