Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2025 15:35 Lando Norris fagnar eftir kappaksturinn í Mónakó í dag. getty/Clive Rose Lando Norris á McLaren hrósaði sigri í Mónakó-kappakstrinum í dag. Þetta var áttunda keppni tímabilsins í Formúlu 1. Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni. Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira