Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 15:12 Varðturnarnir eru bæði við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg. Vísir/Lýður Valberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd. Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira