Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 15:18 Dagurinn hjá Penske-liðinu á sunnudag byrjaði illa þegar Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri og gat ekki tekið þátt í tímatökum fyrir Indy 500. Liðið fór úr öskunni úr eldinn þegar hinir tveir bílarnir voru dæmdir ólöglegir rétt þegar tímatakan var að hefjast. AP/John Maxwell Sigursælasta liðið í sögu Indianapolis 500-kappakstursins rak forseta sinn og tvo aðra háttsetta stjórnendur eftir að tveir bílar þess reyndust ólöglegir í tímatökum um síðustu helgi. Eigandi liðsins er jafnframt eigandi kappakstursins og hefur uppákoman vakið upp spurningar um hagsmunaárekstra. Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag. Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Penske-liðið hefur unnið Indy 500-kappaksturinn, stærsta kappakstur í heimi, tuttugu sinnum af þeim 108 skiptum sem hann hefur verið haldinn, oftar en nokkuð annað lið. Eigandi liðsins, Roger Penske, á jafnframt Indianapolis-brautina og Indycar-mótaröðina sem Indy 500 er hluti af. Rétt áður en tveir af þremur bílum liðsins áttu að hefja seinni umferð tímataka á sunnudag voru þeir úrskurðaðir ólöglegir. Í ljós kom að átt hafði verið við höggdeyfa aftan á bílunum. Josef Newgarden, sigurvegari síðustu tveggja Indy 500, og Will Power, sigurvegara keppninnar árið 2018, var í kjölfarið skipað í öftustu rásröð fyrir kappaksturinn sem fer fram á sunnudag. Jafnvel fyrir þetta hafði dagurinn verið slæmur hjá Penske þar sem þriðji ökumaður liðsins, Scott McLaughlin, lenti í svo hörðum árekstri í æfingum um morguninn að hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni. Annað svindlið á aðeins ári Margir keppinautar Penske brugðust ókvæða við tíðindunum minnugir þess að aðeins ár er liðið frá því að liðið varð uppvíst að því að misnota viðbótarafl sem ökumenn hafa aðgang að í skömmtum til þess að hjálpa til við framúrakstur. Sigur í fyrstu keppni ársins var dæmdur af Newgarden og Tim Cindric, forseti Indycar-arms Penske og liðsstjóri Power voru settir í bann í Indy 500-keppninni í fyrra. „Ég hef miklar áhyggjur, eins og aðrir liðseigendur, af því að Penske-liðið hafi í annað skiptið á tveimur tímabilum orðið uppvíst að meiriháttar tæknilegum brotum í nokkrum bílum,“ sagði Zak Brown, forstjóri McLaren-liðsins, eftir að tilkynnt var um refsingu Penske-liðsins í vikunni. Tim Cindric, forseti Indycar-liðs Penske til tuttugu ára, (t.v.) var látinn axla ábyrgð á tveimur svindmálum rétt fyrir stærsta kappakstur ársins. Cindric stærði jafnframt keppnisáætlun Josef Newgarden (t.h.) sem reynir nú að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Indy 500 þrjú ár í röð.AP/Michael Conroy Vísbendingar hafa síðan komið fram um að átt hafi verið við sama hlut í sigurbíl Newgarden í kappakstrinum í fyrra og í bíl liðsfélaga hans McLaughlin sem var þá á ráspól. Baðst afsökunar á kerfislægum mistökum Til þess að lægja öldurnar tók Penske ákvörðun um að reka Cindric, sem hefur forseti liðsins í tuttugu og fimm ár, og tvo aðra af hæst settu yfirmönnum liðsins til fjölda ára á miðvikudag. Þeir höfðu þegar verið settir í bann frá keppninni í ár, annað árið í röð, áður en þeir voru reknir. „Ekkert er mikilvægara en heilindi íþróttarinnar okkar og keppnisliða. Við höfum lent í stofnanalægum mistökum síðustu tvö árin og við urðum að gera nauðsynlegar breytingar. Ég bið aðdáendur okkar, samstarfsaðila okkar og fyrirtækið okkar afsökunar á að hafa brugðist þeim,“ sagði Roger Penske í yfirlýsingu. Indycar-mótaröðin skoðar nú að koma á fót sjálfstæðri stjórn sem annast rekstur og tæknilegt eftirlit til þess að forðast mögulega hagsmunaárekstra þess að Penske eigi og stjórni bæði mótaröðinni og einu besta liðinu samtímis. Þrátt fyrir að þeir ræsi í 32. og 33. sæti eru Newgarden og McLaughlin enn taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu í kappakstrinum á sunnudag.
Akstursíþróttir Bandaríkin Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira