Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 14:53 Mynd frá stofnfundi og undirritun um EGC í Santa Cruz í morgun 23. maí 2025. Frá vinstri: Joaquín Gurriarán Florido, framkvæmdastjóri DISA Renovables S.L, Santiago Rull Cullen, framkvæmdastjóri Energía del grupo DISA, Rosa Dávila Mamely, forseti Tenerife ráðsins (Cabildo Insular de Tenerife), Magnús Ásbjörnsson, forstjóri Reykjavik Geothermal, og Juan José Martínez, sem fer fyrir nýsköpun, rannsóknum og þróunarmálum Tenerife ráðsins. Reykjavík geothermal Í dag var tilkynnt að í fyrsta sinn í sögu Tenerife eyju á Kanaríeyjum verði borað fyrir jarðhita til væntanlegrar orkuvinnslu og að boranir muni hefjast í haust. Íslendingar leiða verkefnið. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Geothermal segir að félagið, ásamt orkufyrirtækinu DISA, stærsta fyrirtæki Kanaríeyja, og stjórnvöldum á Tenerife í gegnum opinberu fyrirtækin ITER og Involcan, standi saman að verkefninu og hafi stofnað verkefnafélagið Energía Geotérmica de Canarias (EGC), sem muni hefja fyrstu jarðhitaleitina með borunum á suðurhluta eyjarinnar í september. Formleg stofnun á EGC hafi verið fram með undirritun við hátíðlega athöfn í Santa Cruz á Tenerife í dag. Borholurnar verði á bilinu 2.500 til 3.000 metra djúpar og markmiðið sé að staðfesta aðstæður til orkuframleiðslu með jarðhita sem hreinni, stöðugri og staðbundinni orku sem nýtist allt árið um kring. Langstærsti hluti rafmagns kemur nú úr ljósavélum Jarðhitaleitin eigi sér stað í samhengi við sífellt brýnni þörf eyjarinnar fyrir sjálfbæra og hagkvæma orku. Í dag komi yfir áttatíu prósent rafmagnsframleiðslu á Tenerife úr innfluttri olíu, sem brennd sé í ljósavélum. „Slíkt fyrirkomulag er bæði umhverfislega skaðlegt og gríðarlega dýrt, og þarf spænska ríkið að niðurgreiða orkukostnaðinn fyrir íbúa eyjunnar og reyndar á öllum Kanaríeyjum. Þar sem hvorki er hægt að virkja vatnsafl á eyjunni né talið svigrúm til að byggja fleiri stór vind- og sólarorkuver, sem taka um tífalt meira landrými en sambærileg jarðhitaorkuver, hefur nýting jarðhita vaxandi vægi í framtíðaráætlunum stjórnvalda á eyjunni.“ Deila íslenskri þekkingu Reykjavík Geothermal komi að verkefninu bæði sem eigandi og tæknilegur leiðandi. Fyrirtækið hafi víðtæka reynslu af þróun jarðhitaverkefna víða um heim og nýti nú þá þekkingu til að styðja við fyrsta skrefið í nýtingu jarðhita á Tenerife. Magnús Ásbjörnsson er forstjóri Reykjavík Geothermal.Reykjavík Geothermal „Þetta verkefni er byggt á reynslu, þekkingu og trú okkar Íslendinga á jarðhita sem sjálfbæran orkugjafa, og gæti gjörbreytt aðstæðum til orkuframleiðslu á Tenerife. Það traust sem samstarfsaðilar okkar í verkefninu leggja til okkar er mikil viðurkenning á íslensku hug- og verkviti á sviði jarðhita og heiður fyrir okkur,“ er haft eftir Magnúsi Ásbjörnssyni, forstjóra Reykjavík Geothermal. Tveggja ára rannsóknir gefi ástæðu til bjartsýni Jarðvísindarannsóknir, umhverfisrannsóknir og undirbúningsvinna hafi staðið yfir síðast liðin tvö ár. Yfirborðsathuganir sem framkvæmdar hafi verið árið árið 2024 hafi sýnt efnilegar vísbendingar um jarðhita á suður- og vesturhluta eyjarinnar. Nú sé beðið eftir endanlegri stjórnsýslulegri heimild frá yfirvöldum Kanaríeyja til að hefja boranir en borverkið hafi þegar verið boðið út. Ef boranir reynist árangursríkar sé reiknað með að uppbygging jarðhitaorkuvera geti orðið mikilvæg viðbót í orkuframboði Tenerife, stuðlað að orkuskiptum á eyjunni og dregið þannig verulega úr notkun á innfluttri olíu. Orkumál Jarðhiti Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Geothermal segir að félagið, ásamt orkufyrirtækinu DISA, stærsta fyrirtæki Kanaríeyja, og stjórnvöldum á Tenerife í gegnum opinberu fyrirtækin ITER og Involcan, standi saman að verkefninu og hafi stofnað verkefnafélagið Energía Geotérmica de Canarias (EGC), sem muni hefja fyrstu jarðhitaleitina með borunum á suðurhluta eyjarinnar í september. Formleg stofnun á EGC hafi verið fram með undirritun við hátíðlega athöfn í Santa Cruz á Tenerife í dag. Borholurnar verði á bilinu 2.500 til 3.000 metra djúpar og markmiðið sé að staðfesta aðstæður til orkuframleiðslu með jarðhita sem hreinni, stöðugri og staðbundinni orku sem nýtist allt árið um kring. Langstærsti hluti rafmagns kemur nú úr ljósavélum Jarðhitaleitin eigi sér stað í samhengi við sífellt brýnni þörf eyjarinnar fyrir sjálfbæra og hagkvæma orku. Í dag komi yfir áttatíu prósent rafmagnsframleiðslu á Tenerife úr innfluttri olíu, sem brennd sé í ljósavélum. „Slíkt fyrirkomulag er bæði umhverfislega skaðlegt og gríðarlega dýrt, og þarf spænska ríkið að niðurgreiða orkukostnaðinn fyrir íbúa eyjunnar og reyndar á öllum Kanaríeyjum. Þar sem hvorki er hægt að virkja vatnsafl á eyjunni né talið svigrúm til að byggja fleiri stór vind- og sólarorkuver, sem taka um tífalt meira landrými en sambærileg jarðhitaorkuver, hefur nýting jarðhita vaxandi vægi í framtíðaráætlunum stjórnvalda á eyjunni.“ Deila íslenskri þekkingu Reykjavík Geothermal komi að verkefninu bæði sem eigandi og tæknilegur leiðandi. Fyrirtækið hafi víðtæka reynslu af þróun jarðhitaverkefna víða um heim og nýti nú þá þekkingu til að styðja við fyrsta skrefið í nýtingu jarðhita á Tenerife. Magnús Ásbjörnsson er forstjóri Reykjavík Geothermal.Reykjavík Geothermal „Þetta verkefni er byggt á reynslu, þekkingu og trú okkar Íslendinga á jarðhita sem sjálfbæran orkugjafa, og gæti gjörbreytt aðstæðum til orkuframleiðslu á Tenerife. Það traust sem samstarfsaðilar okkar í verkefninu leggja til okkar er mikil viðurkenning á íslensku hug- og verkviti á sviði jarðhita og heiður fyrir okkur,“ er haft eftir Magnúsi Ásbjörnssyni, forstjóra Reykjavík Geothermal. Tveggja ára rannsóknir gefi ástæðu til bjartsýni Jarðvísindarannsóknir, umhverfisrannsóknir og undirbúningsvinna hafi staðið yfir síðast liðin tvö ár. Yfirborðsathuganir sem framkvæmdar hafi verið árið árið 2024 hafi sýnt efnilegar vísbendingar um jarðhita á suður- og vesturhluta eyjarinnar. Nú sé beðið eftir endanlegri stjórnsýslulegri heimild frá yfirvöldum Kanaríeyja til að hefja boranir en borverkið hafi þegar verið boðið út. Ef boranir reynist árangursríkar sé reiknað með að uppbygging jarðhitaorkuvera geti orðið mikilvæg viðbót í orkuframboði Tenerife, stuðlað að orkuskiptum á eyjunni og dregið þannig verulega úr notkun á innfluttri olíu.
Orkumál Jarðhiti Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira