Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar 25. maí 2025 08:03 Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða fyrir réttmætri leiðréttingu veiðigjalda. Ástæðan er einfaldlega þú og allur almenningur í landinu. Við skulum ekki fara í orðaleikinn um hvort um er að ræða „skattahækkun“. Þetta er fyrst og fremst löngu tímabær leiðrétting. Sem vissulega er hækkun á gjaldi en ekki skatti, þar sem gjaldið er frádráttarbært frá tekjuskatti fyrirtækja. Það er ástæða fyrir stórfelldri kulnun margra byggðarlaga á landsvísu. Útgerðum hefur fækkað mikið og þær stækkað í nafni til hagræðingar í rekstri. Í dag eru stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í fárra höndum velta hundruðum milljarða, að mestu í eigin þágu. Fólkið í landinu kaus í haust flokka sem mynda löngu tímabæra verkstjórn sem þegar hefur nú þegar sýnt að hún hræðist ekki varnarveggi auðvalds. Nú stendur loksins til að leiðrétta grunn veiðigjalda eins og til var ætlast og afraksturinn verður meðal annars notaður til bættra samgangna. Vegakerfið sem á að þjóna landsmönnum og ferðamönnum er bágborðið víða og þarfnast tafarlausra úrbóta. Veiðigjaldið er leiðrétt og afraksturinn notaður öllum landsmönnum til hagsbóta. Fólk er orðið langþreytt á því að að útgerðin greiði ekki sanngjarnt gjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni sem tekur mið af raunverulegu verði en ekki af viðskiptum útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila. Við sem þjóð höfum ástæðu til að fagna þessari leiðréttingu og þeim framförum sem henni munu fylgja. Það er ekki horft framhjá því lengur að suðvesturhornið hefur skilið sig frá öðrum landshlutum, þegar kemur að samgöngum. Í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi, eru allir helstu vegir í nágrenni höfuðborgarinnar annað hvort með bundu slitlagi eða malbikaðir. Þar er vel séð til þess að fólk komist með góðu móti ferða sinn t.d í sumarbústaði. Þegar austar dregur versnar ástandið hins vegar til mikilla muna. Þjóðvegurinn slitnar og þrengist, langvarandi skortur á viðhaldi hans eykur hættu á slysum vegfarenda til mikilla muna. Íbúar eru langþreyttir á viðvarandi aðgerðaleysi fyrrverandi stjórnvalda þegar kemur að bættum samgöngum. Allir sem aka um kjördæmið upplifa aukna hættu eftir því sem austar dregur sökum versnandi viðhalds þjóðvegarins og gríðarlegri aukningu umferðar. Norðvesturkjördæmier annar landshluti sem setið hefur á hakanum. Vatnsnesvegur nr.711 í Húnaþingi vestra er gott dæmi. Fjölfarin 111 km langur vegur sem liggur hringinn um Vatnsnes og er lífæð samfélagsins. Um þennan veg aka líka erlendir ferðamenn í tugþúsundavís lungann úr árinu, skólabíll þræðir hann tvisvar á dag yfir vetrartímann með börn úr dreifbýlinu sem sækja skóla sinn á Hvammstanga. Vatnsnesvegur er löngu úr sér genginn, þröngur og holóttur og af þeim sökum oft á tíðum illfær. Sem gerir það að verkum að nemendur neyðast til að hossast í skólabílnum í allt að eina og hálfa klukkustund, tvisvar á dag. Ástand vegarins hefur valdið slysum á fólki, tjóni á ökutækjum, tryggingafélög taka engan þátt í að bæta vegfarendum það tjón sem þeir kunna að verða fyrir. Íbúar á Vatnsnesi hafa vegna alls þessa, lengi barist fyrir því að úrbætur þessarar lífæðar verði að veruleika. Sú áralanga barátta varð til þess Vatnsnesvegur komst loksins á framkvæmdaráætlun árið 2019. Var þá fljótlega hafist handa við undirbúning fyrir bundið slitlag á litla 7 km, sem er lítið brot af vandamálinu í heild. En sú tímabæra framkvæmd hefur því miður dregist von úr viti, íbúum til enn frekari ama. Alltof litlu fjármagni var úthlutað til verkefnisins í byrjun sem reyndist aðeins lítill plástur á risastórt svöðusár. Þessi tvö mál kristalla nöturlega veruleika. Nú árið 2025 sitja landsmenn ekki enn við sama borð þegar kemur að bættum samgöngum. Ferðaþjónustunni hefur vaxið fiskur um hrygg um ALLT land, ekki bara á suðvesturhorninu. Vegakerfið er lífæð okkar allra. Það er og hefur verið skýlaus krafa að bætt verði úr og hugað mun betur að öryggi og þjónustu við ALLA landsmenn. Nú verður brugðist við þeirri kröfu af alvöru. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun