Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:13 Sæbrautin mun hverfa undir jörð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Í gær var skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Hefja á framkvæmdir 2027 og á þeim að ljúka árið 2030. „Það verða tvær akreinar í hvora átt og svo eru aðreinar sem koma af Miklubrautinni og inn í stokkinn til norðurs. Út í Vogabyggðina eru fráreinar og þessar að og fráreinar ná í raun saman þannig að í gegnum allan stokkinn verða í raun þrjár akreinar,“ segir Kristján Árni Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni og samgönguverkfræðingur. Umferðarljós munu heyra sögunni til á löngum kafla vegarins. „Frá Holtavegi og undir Kleppsmýrarveg, svo eru önnur gatnamót sem eru við Súðavog, þau verða ekki lengur til staðar. Svo það verða engin umferðarljós á þessum kafla og alveg út Reykjanesbrautina í suðurátt.“ Íbúar í Vogabyggð hafa undanfarin misseri vakið athygli á því hve hættuleg umferðargata Sæbrautin er, sér í lagi fyrir börn sem þurfi að sækja skóla hinum megin við brautina. Gangandi vegfarandi lést á Sæbraut þegar keyrt var á hann síðasta sumar. Kristján Árni segir öryggi stórbætast með stokknum og á yfirborðinu verður svokallaður borgargarður - stórt grænt svæði sem verður útfært nánar á síðari hluta þessa árs. „Það verða allar tengingar fyrir gangandi og hjólandi stórbættar þarna yfir og tengir betur hverfin austan og vestanmegin Sæbrautarinnar og fjarlægir þessa gjá sem Sæbrautin er í dag. Og bætir auðvitað hljóðvist og loftgæði.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Samgöngur Sundabraut Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30 Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32 Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. 22. maí 2025 08:30
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. 20. maí 2025 06:32
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29. september 2024 19:21