Af og frá að slakað sé á aðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Vísir/Anton Brink Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55