Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 21. maí 2025 09:32 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun