Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 21. maí 2025 09:32 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar