Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 20. maí 2025 20:33 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun