Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2025 19:04 Carlo Ancelotti segir Jude Bellingham til en Ancelotti var að stýra Real Madrid í næstsíðasta skipti í dag. Vísir/Getty Næstsíðasta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Barcelona hefur nú þegar tryggt sér titilinn en liðið mætti Villareal á heimavelli. Barcelona tryggði sér spænska titilinn um síðustu helgi og hafði því að litlu að keppa gegn Villareal í dag. Svipað var uppi á teningunum hjá gestunum því Villareal er eitt af fimm liðum sem er búið að tryggja sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn var þó góð skemmtun. Ayoze Perez kom gestunum yfir strax á 4. mínútu áður en Lamine Yamal og Fermin Lopez komu Barcelona í 2-1 með tveimur mörkum á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Santi Comesana jafnaði fyrir Villareal í 2-2 á 51. mínútu og á 80. mínútu skoraði Tajon Buchanan sigurmark gestanna sem geta því enn náð 4. sætinu af Athletic Bilbao með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. Real lauk leik tveimur fleiri Madrídarliðin Real og Atletico unnu bæði sigra í sínum leikjum í dag. Atletcio vann 3-1 sigur á Real Betis á heimavelli með tveimur mörkum frá Julian Alvarez og sitthvoru markinu frá Robin Le Normand og Angel Correa. Mikið gekk á í leik Sevilla og Real Madrid. Loic Bade fékk rautt spjald í liði Sevilla eftir tólf mínútur og Isaac Romero var einnig sendur í sturtu í byrjun síðari hálfleiks. Tveimur fleiri gekk liði Real samt illa að komast í forystu og það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem Kylian Mbappe skoraði og Jude Bellingham bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok. Þá vann Real Sociedad 3-2 sigur á heimavelli gegn Girona en Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi liðs Sociedad vegna meiðsla. Spennan er ekki mikil fyrir lokaumferðina í spænsku deildinni. Þrjú lið, Celta Vigo, Rayo Vallecano og Osasuna, berjast um tvö laus sæti í Evrópu- og Sambandsdeild og þá berjast Leganes og Espanyol um síðasta örugga sætið í deildinni á næstu leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Barcelona tryggði sér spænska titilinn um síðustu helgi og hafði því að litlu að keppa gegn Villareal í dag. Svipað var uppi á teningunum hjá gestunum því Villareal er eitt af fimm liðum sem er búið að tryggja sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn var þó góð skemmtun. Ayoze Perez kom gestunum yfir strax á 4. mínútu áður en Lamine Yamal og Fermin Lopez komu Barcelona í 2-1 með tveimur mörkum á síðustu mínútum fyrri hálfleiks. Santi Comesana jafnaði fyrir Villareal í 2-2 á 51. mínútu og á 80. mínútu skoraði Tajon Buchanan sigurmark gestanna sem geta því enn náð 4. sætinu af Athletic Bilbao með hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni. Real lauk leik tveimur fleiri Madrídarliðin Real og Atletico unnu bæði sigra í sínum leikjum í dag. Atletcio vann 3-1 sigur á Real Betis á heimavelli með tveimur mörkum frá Julian Alvarez og sitthvoru markinu frá Robin Le Normand og Angel Correa. Mikið gekk á í leik Sevilla og Real Madrid. Loic Bade fékk rautt spjald í liði Sevilla eftir tólf mínútur og Isaac Romero var einnig sendur í sturtu í byrjun síðari hálfleiks. Tveimur fleiri gekk liði Real samt illa að komast í forystu og það var ekki fyrr en á 75. mínútu sem Kylian Mbappe skoraði og Jude Bellingham bætti öðru marki við þremur mínútum fyrir leikslok. Þá vann Real Sociedad 3-2 sigur á heimavelli gegn Girona en Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi liðs Sociedad vegna meiðsla. Spennan er ekki mikil fyrir lokaumferðina í spænsku deildinni. Þrjú lið, Celta Vigo, Rayo Vallecano og Osasuna, berjast um tvö laus sæti í Evrópu- og Sambandsdeild og þá berjast Leganes og Espanyol um síðasta örugga sætið í deildinni á næstu leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira