Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 18. maí 2025 16:32 Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Eurovision Eurovision 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir Evrópukeppnina í söng sem lauk í gær. Þessi keppni segir svo margt um svo margt. Hún lýsir svo vel þeirri birtingarmynd sem sést í kerfi sem ég þekki svo vel sem starfandi grunnskólakennari til margra ára. Kerfi þar sem er skólaskylda og þeir sem beita ofbeldi og eyðileggja fyrir öðrum fá að vera með í öllu sama hvað þeir gera og þeir vita það. Þeir þekkja sinn rétt og hversu langt þeir geta farið. Þeim sem alast upp við mannúðleg gildi, gagnrýna hugsun og vilja til að gera heiminn betri en hann er blöskrar hversu lausan taum ofbeldisseggir fá. Ég get ekki neitað því að sem kennari þá finnst mér erfitt að standa frammi fyrir nemendum og fá spurninguna „má drepa börn.“ Þessa spurningu fæ ég frá nemendum sem horfa á fréttir heima hjá sér eða á netinu þar sem þeir sjá nánast á rauntíma jafnaldra þeirra drepna af fullorðnu fólki sem hefur tekið meðvitaðar ákvarðanir um að murka úr börnum lífið annað hvort með vopnum eða svelta þau til bana. Stutta svarið er „nei það má ekki drepa börn frekar en aðra.“ En hvernig svar er það þegar raunin er önnur ? Börn eru ekki vitlaus. Þau vita lengra en nef þeirra nær. Þau lesa út úr þessu að það borgar sig að vera hávaðasamastur og frekastur með mestan yfirgang. Eða eins og máltækið segir „If you can't beat them join them.“ Ég er kvíðin yfir því að fá yfir mig spurningar frá nemendum þegar ég kem aftur til starfa eftir Evrópusöngvakeppnina í ár. Því ég veit að sumar þeirra munu snúast um sterka stöðu Ísrael í keppninni og hvers vegna þetta land sé yfir höfuð í keppninni þar sem um Evrópukeppni er að ræða. Við megum ekki gleyma að það læra börnin sem fyrir þeim er haft og þau velja sér leiðtoga í lífinu sem þau telja besta fyrir sína hagsmuni. Þetta er þeirra leið til að lifa af. Hvert stefnum við ? Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ? Eru skilaboð okkar til barna að það er í lagi að beita ofbeldi ? Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar