Formúla 1

Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Einbeittur Max Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og hélt forystunni til enda.
Einbeittur Max Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og hélt forystunni til enda. Mark Thompson/Getty Images

Max Verstappen hjá Red Bull fagnaði öðrum sigri sínum í sjöunda kappakstri tímabilsins í Formúlu 1, sem fór fram á Imola brautinni í Emilia Romagna héraðinu á Ítalíu.

Verstappen fór annar af stað leiddi keppnina allan tímann eftir frábæran framúrakstur á fyrsta hring.

Oscar Piastri hjá McLaren var á ráspól en missti síðan bæði Verstappen og liðsfélaga sinn Lando Norris, fram úr sér.

Þetta var fjögur hundraðasti kappakstur Red Bull liðsins frá upphafi og 65. sigur Verstappen á ferlinum.

Heimamaðurinn Kimi Antonelli hjá Mercedes klessti bíl sinn og kláraði ekki keppnina, líkt og Esteban Ocon hjá Haas.

Ferrari liðið var einnig á heimavelli, átti hræðilega tímatöku í gær en góðan kappakstur. Ökuþórarnir Lewis Hamilton og Charles LeClerc náðu ekki í topp tíu sætin í tímatökunni en enduðu í fjórða og sjötta sæti. Alex Albon hjá Williams var á milli þeirra í fimmta sætinu.

Næst á dagskrá er Mónakó kappaksturinn um næstu helgi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×