Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2025 06:04 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun