Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2025 14:04 Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin koma að fjármögun íþróttafélaganna á Íslandi og hver þeirra lýðheilumarkmið eru. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira