„Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Evgeniy Maloletka Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Þannig vildu Úkraínumenn í það minnsta reyna að taka fyrstu skrefin í átt að vopnahléi. „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Ankara. „Ég finn fyrir vanvirðingu frá Rússlandi. Enginn fundartími, engin dagskrá, lágt sett sendinefnd. Þetta er persónuleg vanvirðing, við Erdogan, við Trump.“ Sendinefndin úkraínska verður leidd af Rustem Umeron, varnarmálaráðherra Úkraínu, og segir Selenskí að helsta forgangsatriði þeirra verði að ná fram vopnahléi. Hann segir aðgerðir Rússa og sendinefnd þeirra í Tyrklandi sýna fram á að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó þeir hafi sjálfir lagt viðræður til, eftir að Pútín hafnaði tillögu Donalds Trump um að samþykkja þrjátíu dag almenn vopnahlé. This is a very important signal — not only politically, but also personally, in terms of our friendship and Türkiye’s multifaceted support for Ukraine. We had a very meaningful conversation at the highest level.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Sú rússneska er leidd af þeim Vladimír Medínskí, aðstoðarmanni Pútíns, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Fyrr i dag kallaði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Selenskí aumkunarverðan og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, kallaði hann trúð og sagði hann glataðan. Var það eftir að Selenskí gagnrýndi sendinefnd Rússa og sagði hana til lítils annars en skrauts. Viðurkenna ekki kröfur Rússa Eftir fund sinn með Erdogan í dag ræddi Selenskí við blaðamenn þar sem hann sagði meðal annars að Úkraínumenn myndu aldrei viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim svæðum sem þeir hafa hernumið. Rússar hafa ítrekað lagt fram kröfur um formleg yfirráð yfir fjórum héruðum sem þeir stjórna þó eingöngu að hluta, auk Krímskaga, sem þeir hernumu árið 2014. „Þetta er úkraínskt land,“ sagði Selenskí. Selenskí sagði einnig að hann ætti von á því að í refsiaðgerðir yrðu hertar enn frekar á Rússa, vegna mótspyrnu þeirra varðandi það að binda enda á stríðið í Úkraínu. Leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu hafa sagt að það verði gert. „Þetta getur ekki verið einhliða,“ sagði Selenskí. „Þrýstingurinn má ekki vera einhliða. Þess vegna viljum við sjá þrýsting á Rússland og Pútín. Refsiaðgerðir frá Evrópu, frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tyrkland Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06 Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38 Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Þannig vildu Úkraínumenn í það minnsta reyna að taka fyrstu skrefin í átt að vopnahléi. „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín,“ sagði Selenskí við blaðamenn í Ankara. „Ég finn fyrir vanvirðingu frá Rússlandi. Enginn fundartími, engin dagskrá, lágt sett sendinefnd. Þetta er persónuleg vanvirðing, við Erdogan, við Trump.“ Sendinefndin úkraínska verður leidd af Rustem Umeron, varnarmálaráðherra Úkraínu, og segir Selenskí að helsta forgangsatriði þeirra verði að ná fram vopnahléi. Hann segir aðgerðir Rússa og sendinefnd þeirra í Tyrklandi sýna fram á að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó þeir hafi sjálfir lagt viðræður til, eftir að Pútín hafnaði tillögu Donalds Trump um að samþykkja þrjátíu dag almenn vopnahlé. This is a very important signal — not only politically, but also personally, in terms of our friendship and Türkiye’s multifaceted support for Ukraine. We had a very meaningful conversation at the highest level.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Sú rússneska er leidd af þeim Vladimír Medínskí, aðstoðarmanni Pútíns, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Fyrr i dag kallaði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Selenskí aumkunarverðan og María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytisins, kallaði hann trúð og sagði hann glataðan. Var það eftir að Selenskí gagnrýndi sendinefnd Rússa og sagði hana til lítils annars en skrauts. Viðurkenna ekki kröfur Rússa Eftir fund sinn með Erdogan í dag ræddi Selenskí við blaðamenn þar sem hann sagði meðal annars að Úkraínumenn myndu aldrei viðurkenna yfirráð Rússa yfir þeim svæðum sem þeir hafa hernumið. Rússar hafa ítrekað lagt fram kröfur um formleg yfirráð yfir fjórum héruðum sem þeir stjórna þó eingöngu að hluta, auk Krímskaga, sem þeir hernumu árið 2014. „Þetta er úkraínskt land,“ sagði Selenskí. Selenskí sagði einnig að hann ætti von á því að í refsiaðgerðir yrðu hertar enn frekar á Rússa, vegna mótspyrnu þeirra varðandi það að binda enda á stríðið í Úkraínu. Leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu hafa sagt að það verði gert. „Þetta getur ekki verið einhliða,“ sagði Selenskí. „Þrýstingurinn má ekki vera einhliða. Þess vegna viljum við sjá þrýsting á Rússland og Pútín. Refsiaðgerðir frá Evrópu, frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Tyrkland Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06 Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24 Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38 Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. 15. maí 2025 14:06
Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. 14. maí 2025 22:24
Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Rússnesk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að malasísk farþegaþota var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 með þeim afleiðingum að tæplega þrjú hundruð manns fórust. Alþjóðaflugmálastofnunin ákveður á næstu vikum hvers konar bætur þau þurfa að greiða. 13. maí 2025 07:38
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38