Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 12:30 Hestar í miðbænum í fyrra. Þeir verða ekki í miðbænum í ár. LANDSMÓT Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur. Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Greint var frá því í morgun að miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga myndi að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan var sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggðist innheimta fyrir viðburðinn. Í tilkynningu þess efnis á vef landssambandsins sagði að miðbæjarreiðin sé ekki að nokkru leyti tekjuaflandi fyrir sambandið og því væri kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að sambandið sæi sér ekki fært að standa undir honum. Borga þarf fyrir flesta viðburði Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að borga þurfi afnotaleyfisgjöld fyrir flesta viðburði sem haldnir eru í borgarlandi Reykjavíkurborgar. Gjaldið fari eftir umfangi viðburða. Í gjaldskrá borgarinnar fyrir útgáfu afnotaleyfa má sjá að leyfin eru flokkuð í fimm flokka eftir umfangi. Ekkert er rukkað fyrir umfangsflokk 5, sem gildir fyrir litla viðburði eða minniháttar viðhald. Gjöld sem eru innheimt eru á bilinu 53.500 til 786.900 krónur. Útreiðartúr um miðbæinn talinn til flokks 1 frekar en 0 Landssamband hestamannafélaga var rukkað um 53.500 samkvæmt umfangsflokki 1. Hann er skýrður sem talsvert utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna afnota af yfirborði borgarlands svo sem aðstöðusköpun vegna minni framkvæmdaverka einkaaðila eða litlir viðburðir eða kvikmyndatökur. Þessir hestar fá ekki að fara niður í bæ, nema Landssamband hestamanna reiði fram 477.500 krónur. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Umfangsflokkur 5, sem ekkert er rukkað fyrir er skýrður sem óverulegt utanumhald vegna vinnslu/afgreiðslu afnotaleyfis og eftirlits vegna útgáfu afnotaleyfis svo sem einfaldar endurútgáfur, búslóðaflutningagámar, nemendaverkefni kvikmyndaskóla, götugrill/-hátíðir, stutt afnot (partur úr degi) einstaklinga vegna viðhaldsvinnu tengdri fasteignum/görðum. Sópar duga ekki til Þá segir í svari borgarinnar að Landssambandið hafi verið rukkaður fyrir meira leyfið sjálft, það er að segja kostnað sem hefði annars fallið á borgina. Kostnaðurinn skiptist í götulokun, þrif og afnotaleyfið. Til þess að loka götum fyrir reiðina hefði þurft níu manna flokk, búnað, bíla fyrir öryggislokun og grindur. Það hefði kostað 349 þúsund krónur. Þá hefði þurft að útvega dælubíl, þar sem kústar hefðu ekki dugað til að þrífa götur eftir reiðina. Það skyldi engan furða. Kostnaður við slíkt hefði numið 75 þúsund krónum. Allt í allt hefði kostnaðurinn verið 477,5 þúsund krónur.
Hestar Hestaíþróttir Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira